21.5.2009 | 11:06
Búin að vera mjög léleg hér :(
Góðan daginn allir..Ég þarf að fara bæta mig hér inná,en ég er búin að vera bara inn á facebookinu og nota Barnalandsíðurnar:)Ég ætla setja bara inn linkana á siðunum svo þið getið lesið svona smá fréttir af okkur,svo lofa eg að fara koma meira her inn...En nú er sumarið að koma svo maður kannski kemur ekki með allar fréttir:)
Guðný Ósk er búin að fara i 2-3 lyfjameðferðir siðan eg skrifaði siðast...Hún fór i siðustu gjöfina núna á þri svona fyrir sumarfrí allaveg.....Hetjan min er búin að vera mikið veik siðan i Jan en fær góða daga,vikur inn á milli sem betur fer....Hún er búin að stækka alveg helling en er alveg búin að standa i stað með þyngd siðan i Jan,hún á samt góða daga sem hun er bara á beit hehehe......
Stóru stelpurnar minar eru bara að standa sig með glæsiprýði i skólanum:)Petrea fór i þessar 3 daga rannsóknir inn á barnaspitalanum og kom bara vel út...Heila og taugalæknirinn vill samt fá að skoða hana 6 mánaða fresti.Hún er núna komin i sumarfrí fra sjukraþjálfun og gengur bara vel þar.Allt gengur rosa vel´hjá Viktoriu minni ekkert læknavesen þar á ferð sem betur fer á alveg nóg með þessar tvær :)Hún er bara hörkudugleg og mjog áhugsöm við öllu sem hun leggur hendur á :)
Já við eigum von á litlu kríli i Nóv sem allir eru orðnir spenntir yfir:)Krílinu líður bara vel en eg er búin að vera bara með kvilla sem þessu fylgir hjá mér....Of hárblþ svo eg var að fara á lyf og er núna bara að venjast þeim.Þau valda mer pinu svima og hausverk.....Ég þarf svo að vera vikulega i mæðravend........
Jæja við ætlum að fara út og njóta veðursins heyrumst seinna:)
3.3.2009 | 14:54
Segulómun á heila ofl...
Sæl öll sömul...
Mig langar að byrja á því að monta mig yfir hvað hetjan min er búin að vera hress undafarna viku jeijei...Og 7,9,13:)Guðný er bara búin að vera hress frá þvi hun fór i siðustu lyfjameðferð um miðjan Feb sl.Það er ótrulega gaman að geta gert hvað sem er og farið hvert sem er,þvi það getur maður ekki gert oft með svona veik börn alltaf.Hún er en pinu með hvepalink enda en með þessa sykingu sem tekur svo langan tima að fara úr.Siðustu tvo mánuði erum við búin að vera mikið innilokuð i einangrun nánast,svo það er bara æði að vera aðeins laus nuna...Við eru bara búin að njóta þess að gera skemmdilegt með börnunum og fá smá tima útaf fyrir okkur tvö
Ég var vist búin að lofa að koma með færslu um annan tviburann hana Petreu,en hef bara ekki komið mér i það og ætla reyna núna........Við fæðingu átti Petrea min mjög erfitt og líf hennar mjög tvísýnd.Hún er fædd 6 vikum fyrir timann og tæp 10 merkur sem ég tel bara mjög gott miða við systur hennar sem rétt náði 7 merkum.Petre min dó i fæðingu eins og lækna seigja en þeir náðu að endurlifga hana sem betur fer,Lungu féllu saman og fékk lugnabólgu og þurfti syklalyf i æð i 4 vikur......Ári siðar lamast Petrea fyrir neðan mitti og tók þar við löng rannsókn inn á Barnaspitala en ekkert fannst nema sökkið i blóðinu var og hátt.Hún jafnaði sig svo á þessu á nokkrum dögum,en þetta kemur fyrir árlega en samt ekki eins alvarlegt og fyrstu tvö árin.Við tókum eftir þessu alltaf þegar kólna fór i veðri og hun verður alltaf mjög lin i öllum útlimum á veturnar,en minna yfir heita timann...Læknar sögðu hana með barnaliðamótagigt og sett i Sjukraþjálfun og Iðjuþjálfun...Hún er búin að standa i henni siðan 2006 og er ekkert orðin betri,eiginlega bara afturför hjá henni;(Hún er eftir á i hreyfiþroska og i málþroska en alls ekki i félagslega eða við námið.Siðan i Okt 08 til Jan 09 hafði hun létts um 6 kiló sem er bara hræðinlega mikið.Þá fór ég og talaði aftur við hennar lækna lið og nyjalækna.Nýjulæknunum fannst bara hræðinlegt hvað ekkert er búið að gera fyrir okkur nema endalaus sjukraþjálfun því stulkan þarf betri stuðning en það og fá greiningu hvað sé að.....
Þeirr eru búnir að seigja mér marga möguleika en mér finnst þeirr allir svo hræðinleigir að ég hef eiginlega bara verið að blogga þetta út..Það sem þeirr telja gæti vera að barninu minu er Taugasjukdómur,Vöðvasjukdómur eða Hrörnunarsjukdómur á vægustigi og heilaskemmt eftir fæðingu..Að heyra þetta er búið að vera mjog erfitt en við vonum það besta og einhvað gott komi út úr þessu
Við verðum i tvo daga inni á Barnaspitalanum i næstu viku með bæði börnin okkar;(Guðný fer i lyfjagjöfina og Petrea i tveggjadaga rannsóknir,núna verður bara allt rannsakað sem hægt er að rannsaka..Ég veit allavega að þeirr ætla að gera Segulómskoðun á heila og myndir af mænu og taka vökva svo ristilspeiglun og magaspeiglun...Í þessu þarf hún að vera svæfð sem ég er eiginlega bara feigin og léttir pinu á....Úfff ég er farin að finna svo mikið til með henni en hún er svo sterk þessu duglega stelpa mín.Ég hugsa að mömmunum finnst þetta alltaf verra en börnunum....
Jæja ég seigi þetta gott i bili og læt fyrlgja myndir af Öskudeiginum,þar sem tvibbarnir vöru Þyrnirós og Guðný Álfaprinsessa..
Algjörar snúllur:)
18.2.2009 | 12:13
Lyfjagjöf nr 5
Smá fréttir af stóru hetjunni minni
Við vorum komin inn á Barnaspitalann kl 8,30,þetta byrjaði allt mjög brössulega hjá stelpunni og ég ein með hana sem er svo týpist.Henni fannst allt i lagi að koma inn á spitalann og upp á 3 hæð og leika og svona,svo sá hún skoðunar herbergið og bara TJÚLLAÐIST FEITT krakkinn bara umturnaðist,það var svo sárt og erfitt að horfa upp á þetta skap i henni Loks um hálf 11 náðist að skoða hana og þá fannst Eyrnabólga og sýking i öndunarfærunum sem varir við i likamanum allt að 3 mánuði og er erfitt að losna við.Þetta bara skýrir margt slímið sem kemur upp hjá henni og ljóta hóstann siðast liðin mánuðinn...Þá fékk hún sýklalyf einaferðina enn og Ventolin púst til að hjálpa til með öndunina.Ásgeir var á báðum áttum hvort ætti að gefa henni skammtinn,því þetta er eins og að henda olíuna á eldinn.Við spjöllum bara saman og hann útskýrði vel hun gæti orðið mjog lasin eftir þetta.Lyfin voru látin renna í og gekk það mun betur en síðan,skvísan fékk engann hita eða einkenni sem geta komið fram.Ég hafðu nú bara ekki undan við að hlaupa á eftir henni með viðhaldið á milli hæða hehe Það var dansað og i leiki inn á leikstofu svaka fjör i gangi....Við vorum svo búnar rétt fyrir fimm minnir mig.Um helgina bætist svo bara ælupest og niðurgangur svo það er allur gangur búin að vera á þessu heimili siðustu tvo mánuði.Sem betur fer hefur hetjan min fengið nokkra góða daga inn á milli...
Guðný átti að eiga tvær gjafi eftir en Ásgeir vill bæta 3-4 til viðbóta á þær svo við erum bara ekkert á leiðinni þaðan i burtu,öruglega ekki fyrr en það fer að líða á næsta vertur...Ég var pínu svekkt yfir því en fljót að jafna mig og snúa þessu við i jákvætt:)
Skvísan min varð svo 20 mánaða siðasta Laugardag.Hún hefur en ekki geta fengið 18 mán sprautuna sem átti að gefa i byrjun Jan en ekki hægt vegna endurtekna veikinda:(Hetjan min er sko farin að hlaupa hér um allt og hoppar eins og hun fái borgað fyrir það,svo talar hun hér none stop allan daginn hahah bara krútt þessi elska
Hún ætlar sko að fá sér svona bíll þegar hún verður stór:)
Hérna fengum við eina góða helgi i Januar og fórum með liðið i Husdýragarðinn :)
Búin að setja inn myndir Facebookið mitt sem þið getið kíkt á..
Ást og knús á alla og hafið það sem allra best
12.2.2009 | 22:33
Áhyggjur!!!!
Ég hef litið komið og bloggað því ég hef bara mjög litla orku likamlega og andlega...Allur Januar mánuður var bara hræðinlegur út i eitt og langaði mig bara spóla yfir hann.Febrúar byrjaði bara mjög svipaður og Jan en allt vonandi að róast núna;)Veikindi,veikindi mikið lækna vesen með báðar dættur minar og hræðinlegar fréttir sem ég ætla ekki að seigja hér frá;(En ég ætla að skrifa hér niður eftir helgina um hana Petreu mina....
Guðný Ósk var með Misslingabróðir i annað skiptið og Veirusykingu fyrstu 2 vikurnar i Jan..Hetja min fór svo i lyfjagjöfina 15 Jan,byrjaði hún þar með hita og var hann svo bara fastur við hana sem eftir var að Januar mánuðinum nánast.Svona til að hafa þetta stutt þá er skvisan búin að vera meira og minna lasin i einn og hálfan mánuð.Bronkítis,hita og vott af Lugnabólgu svo kom úr niðurstöðum sl Mánudag að hún er með eitthverja bakteríur i nefinu sem geta blundað það næstu 2-3 mánuðina :(Mikið slím kemur upp úr henni við að hósta og endalaust verið að sníta nebbalinginn.Rútinan hennar er öll að komast upp núna á siðustu dögum,eins og dagmamman og borða,svefninn.Svefninn hennar fór alveg i rugl i svona miklum veikindum.Litli engillinn minn sofnar hér allaf milli 8 og 9 með systrum sinum svo þetta er bara minn timi til að anda og slaka á,en nuna i mánuð hef ég verið að ná henni i svefninn um miðnæti og það með öskrum og látum að ég sitt sum kvöld hér bara búin á þvi og græt mig svo i svefn bara búin á þvi eftir daginn og kvöldið.Ég helt að ég hafi fengið svona vægt taugaáfall i siðustu viku,ég svitnaði oll upp og hjartað i mér svo þungt að ég heyrði i því slá og varð bara mjog illt i því og sviminn fór alveg með mig..Ég hef alveg fengið svona kvíðaköst áður en bara svo langt siðan.
Guðný er komin á sýklalyf eina ferðina enn og á pústi til að hjálpa með andadráttin.Hún er öll að verða betri og farin að liða vel..Við verðum svo inn á Barnaspitala á morgun i lyfjagjöf nr 2 KROSSUM BARA PUTTA AÐ HÚN KOMI EKKI VEIK ÞAÐAN ÚT:)
Januar,Febrúar og Mars,Apríl verða mikilir lækna mánuðir og nokkrar innlagnir inn á spitala,bæði með Guðnyju og Petreu.Ég ætla að koma með blogg um það eftir helgina:)Eins og ég sagði i byrjun...
Það er búið að vera svakalegt álag á mér eftir að Haffi tók við nýrri vinnu,sem er sko æðislegt ekki misskilja mig því ekki eru allir svo heppnir i dag að hafa vinnu.En það er alveg hræðinlegur galli við þessa vinnu hvað hann vinnur mikið utanbæjar.Hann er að keyra fisk á milli Hólmavikur og Isafjarðar,fer á Sunnudögum og kemur heim á föstudögum og fer þá beint i leigubilinn.Þetta er sko alltof mikil vinna en svona verður þetta að vera.Ég get alveg sagt að svona vinnutími er ekki mjog góður fyrir fjölskyldu fólk en þetta verðum við bara að gera ´því ég kemst ekki á vinnumarkaðinn og við erum bara komin i það að missa allt úr höndunum á okkur.Íbúðin i bænum selst ekki og lánin á báðum eignum og bilnum hækka og hækka.Við áttum 12 milljónir i eignini i bænum fyrir einu ári siðan og fengum leifi á að byggja og áttum að geta staðgreitt i alla bygginguna.En lánin voru svo fljótt að éta upp peninginn okkar og ekkert gengur að selja svo við höfum ekki geta borgað 6 milljónir i bygginguna.Ef við myndun ná að selja eignina i bænum nuna kæmum við i minus út svo á einu ári erum við búin að tapa 12 milljónum bara sí svona.Nuna getum við ekkert staðgreitt og fyrirtækin að senda allt i Lögfræðing.Æji vonandi skiljið þið bara hvað ég er að meina,á svo erfitt með að útskyra og tjá mig skriflega.Þetta er bara hræðnlegt bæði bara að vera i þessari stöðu og vita að svo margir eru i þessari stöðu.Ég verð svo reið og pirruð en samt langar mér ekkret að láta þetta angra mig,en ég get bara ekki leitt allt framhjá mér.Ef ég myndi ekki velta mér upp úr þessu og pæla þá væri oruglega löngu búin að missa allt og það viljum við ekki svo við höldum áfram að berjast i þessu saman bæði með fjárhagan og veikindin...
Mig langar að þakka fyrir öll góðu kommentin og stuðninginn sem við höfum fengið hér á þessari siðuÉg sé að fólk kemur hingað og fylgist með okkur og hvetjum við alla um að kvitta eftir sig
Kveðja Erna Sif ;)
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.1.2009 | 15:49
Fallegur stelpurnar minar 7 ára i dag :)
Þá er komið af stóra deiginum þeirra og mamman komin með gráu hárin hehe...Ótrúlegt að litlu börnin min séu orðnar svona stórar..Hér var haldin stór veisla í gær,eða um 20 krakkar plús mín 5 svo húsið var alveg pakkað má segja Það var borðað hér vel af kökum og nammi og farið i full full af leikjum.Við erum nú en að kafna í kökum en við fáum hér góða gesti i dag og i kvöld.Dagskráin er nú alveg full hja tvibbunum um helgina.Þær fóru til pabba sins eftir afmælið i gær,og fá svo afmælisveislu hjá honum i dag á afmælisdeiginum þeirra
Mig langaði bara að óska þeim til hamingju með daginn hér og mamma og Haffi elska ykkur rosa mikið
Prinsessurnar mínar :)
Komnar fleiri myndir inn á http://januar.barnaland.is og inn á Facebook
29.1.2009 | 16:40
Embla Dís Hetju stelpa :)
Mig langar biðja alla um að hafa þessa gullfallegu stelpu i huga og byðja vel fyrir henni.Hún er úti í Boston núna i stóri og mikilri Hjarta aðgerð.Því miður er ekki að ganga allt of vel henni:(Hlýjar og góðar bænir geta alltaf hjalpað...
Hér er siðan hennar þar sem þið getið fylgst með henni og sent góða strauma http://barnaland.is/barn/78785/vefbok
Við byðjum til þín og kveikjum á kerti
26.1.2009 | 00:28
Kvebbalingar
Vildi bara láta vita að allir eru hraustir nánast hehehe,,,allir komnir með hor i nös og illt i hálsinn,,sem við bara hristum af okkur...Ég ætla standa við það að byrja i átakinu eftir að Guðný náði sér upp úr siðustu pest,,sem er búið að taka allan Januar mánuð..Fríið orðið langt og ég byrjaði i fyrsta timanum á föst siðasta,mikið var það gott og hressandi.Ég lyfti 3x i viku og reyni svo að brenna hina dagana á móti...Verð orðin MASSA kerling eftir nokkrar vikur hehehehe....
Guðný er hætt á Pensilíninu og komin aftur á sýklalyfin.Tvær vikur eftir af þeirri miklu meðferð.Nokkur ný orð komu hjá henni um helgina og meiri seigja fór að aukast i setningarnar hjá henni..Hér i kvöld kissti hun alla og sagði góa nó (góða nótt) og elka hig(elska þig) hihih óendalega sæt Á þri ætlum við hitta Lúther upp á Barnaspitala og fara yfir þyngdina hennar og Mjólkuróþolið og Fæðuofnæmið.Guðný fékk nú að útskrifast frá honum i Juni sl,en þyngdin hennar er aftur farin að rokka upp og niðir svo er lika tími komin að endurskoða þetta óþol i henni...:)
Ég er en að byða eftir svari frá Tryggingastofnum og frá Félagsráðgjafanum.Liða fer núna á 3 vikuna og við býðum eftir svari hvort við fáum áfram haldandi umönnunarbætur með henni ofl sem ég prufaði að sækja um..Ég fékk svo sent bréf heim i vikunni að vottorð vandi humm,, eitthvað skritið þar sem ég veit að vottorðið var komið á borð hjá þeim..Ætli það hafi ekki bara lent ofan í skúffunni i staðin...
Aðeins 5 dagar i 7 ára afmælið hjá tvibura prinsessunum minum,,Guð hvað tíminn liður hratt...I þessari viku verðum við sko bara á fullu að undirbúa gelgju party fyrir næsta Föstudag.Ég fór i dag og verslaði á þær föt i afmælisgjöf og gaf þeim það áðan,þær ekkert smá ánægðar og ætla sko i öðru setinu i skólann á morgun:)Ég er ekki alveg að ná því hvað þær eru orðnar stórar,fötin eru á stærð 9 til 10 og að smell passaði.Ekki er hægt að sjá það að þær eru fyrirburar.Þær vildu nú ekki koma með i dag því það var svona ömmuhelgi,var svona ógeðslega gaman að engin timi var til að koma með hehehe...Petrea á svo að mætta til Barnalæknis á þri og á að fara i fleiri rannsóknir,því þeirr halda að þetta gæti verið Gigtasjúkdómur eða Vöðvasjúkdómur..Við vonum nú ekki en vonum nú að við förum að fara fá niðurstöður á þessu,,bara jákvæðar..Þetta er búið að taka alltof langan tima eða siðan 2003 takk fyrir:(Viktoria min bíður og bíður eftir að fram tönnin fari að detta og ég fá að heyra örðu hvoru ''mamma vildu kippa töninni úr'' hehe greinilega að missa þolinmæðina yfir henni
Jæja smá update af okkur ég ætla að fara lúlla mér hjá stelpunum minum.Alltaf kózy að hafa þær uppí þegar kallinn er ekki:)
Hafið það gott og njótið dagsins á morgun....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.1.2009 | 14:44
Reykjanesbær...
Mér finnst þetta orðið mjög sorglegt,eins og þetta er orðið hér og oruglega á fleiri stöðum.Svo er bara alltaf sagt svona er bara Island i dag og eigum við bara að láta bjóða okkur það,,allavega finnst mér það ekki...Við sem eigum börn eldri en 9 mánaða,höfum verið að fá greiðslur frá rnb fram að tveggja ára aldir á börnunum eða þanga til að þau komast inn á Leikskóla.Þær greiðslur voru 30þúsund mánaðarlega.Þetta eru td min laun með 26.000kr sem ég fæ i umönnunarbætur með stelpunni..Núna er búið að lækka þessar greiðslur niðrí 25.000kr á mánuði,ég get alveg kvartað yfir því að hafa ekki efni á því að lækka launin min um 5.000kr.Svo þegar ákveðið er að lækka greiðslur til fölskyldunar þá hækka þeirr dagvistugjöldin um 50%Þetta er bara skömm og vitleisa.Ég er alltaf að heyra meira og meira að fólk taki börnin sin úr leikskólum og úr Frístundaskólum.Ég kalla það ekki gott því fólk verður að geta unnið sem mest núna og þessi litlu grey geta ekki verið ein heima.Og eins veit ég bara sjálf að börnunum finnst æði að geta verið i Frístundaskólanum og leikið sér við vinina eftir skóla og foreldranir áhyggjulausir.Börnin min eru td búnar að missa nokkra af vinkonum sinum þvi þetta er mikið stökk að fara ur minnir mig 7000kr upp i 15.000kr og hjá mér úr 15.000kr upp i 30.000kr...Ég hef mikið verið að spá i að taka minar úr en sé bara ekki fram á að ég geti það,því ég svo mikið hjá læknum i RVK og inn á Barnaspitala.Ég vil ekki að minar gangi heim því við búum langt fra skólanum og ekki að þær séu einar heima,,svo finnst mér sorglegt að hafa börnin alltaf á flandri útum allt..Þessir daga okkar hjá læknum og veseni eru oft erfiðir og mér finnst oft gott að hugsa til þess að þær eru á öruggum stað og ég þarf ekki alltaf að redda pössun hingað og þangað...Þetta verður að laga og við að mótmæla og hananú.....
Í morgun hringi ég niðrá Heilsugærslu Suðurnesja,ætla mér að panta tima hjá Úlfi Barnalækni...En get ekki fengi tíma fyrir stelpuna því þeirr eru búnir að loka fyrir mótökur hjá Barna og sérfræðingum.Ekki hefur náðst Samningar við þá eftir 1.Januar svo því miður er ekkert hægt að gera nema keyra með barnið i bæinn...Usss þetta er hræðinlegt og vonandi reddast þetta sem fyrst..Guðný er búin að vera á Pensilíni siðan á sun og er ekkert að virka nema það bætist niðurgangur við,meira kvef og hósti.Ég helt að hún þurfi nefnileg að fá púst til að losna við Bronkítisinn...Ég bið bara eftir símatimanum við hann Ulf og vona að þetta gangi yfir hja okkur og skvisan komist til Dagmömmu...
Kossar og knús til allra :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.1.2009 | 16:49
Lyfjagjöfin ofl....
Ég veit eiginlega ekki á hverju ég á að byrja svo þið verðið bara að afsaka ef ég fer að tala i hringi eða eitt hvað hehhehehe...Skapið mitt er búið að vera mjög langt niðri siðustu daga og kannski er það bara ekkert skrítið.
Stelpan er búin að komast i heila 3 daga til dagmömmunar á þessur ári,svo mér finnst þetta ár ekkert byrja neitt rosa vel:(Ég tók mjog jákvætt i þetta ár en siðustu dagar hafa verið mjög neikvæðir,bæði með heilsuna hennar og fjármálin þið verðið bara að afsaka þungan i þessari færslu.Januar mánuður er mjög erfiður hjá okkur séstaklega i bankanum við erum i fyrsta skiptið i tæp 300þús i múnus vegna mikilra vinnutaps i Des.Stelpan byrjaðu mánuðinn með Veirusýkingu og Misslingabróðir nr 2 og búin að vera á Syklalyfjum i 8 vikur.Ég lagðist sjálf i flensu og sýkingu frá áramótum fram i þessari viku sem var bara ógeðslegt..
Þakka bara fyrir að tviburanrir eru heilsu hraustar og komast alltaf i sinn skóla.Guðny komst eins og ég sagði i 3 daga i þessari viku.Hun byrjaði svo í lyfjagjöfinni i gær sem gekk vel til svona tólf þá vaknaði hún með hita og mjög veik.Svo seinnipartin var hún að hressast og hitalaus,en ekki lengi því hún vaknar i morgum með bullandi kvef,hita og hósta ARRRGGGGG....HVAR ÆTLAR ÞETTA AÐ ENDA.......
Ég er búin að vera standa rosalega mikið ein i þessu því Haffi er alltaf að vinna á Isafirði enda veitir ekki af því.En þá lendir allt á mér veikindin,spitalaferðarnar og heimilið og auðvitað að hugsa um þær 3.Þetta er að fara rosalega i skapið á mér núna,séstaklega þar sem við vorum að plana að eiga góða helgi saman nei hann var kallaður i vinnu og fara vestur:(Svo ég og hitalinkurinn minn verðum bara tvær i koti,svo á morgun ætla ég að hitta vinkonur minar sem ég hef bara mjog gott af.Guðný er að sofa lika rosalega illa á nóttunni svo ég nota timann til að leggja mig i vikunni þegar hun komst til dagmömmuna og bara jafna mig af þessari skita flensu...En svo vaknaði ég i morgun með krökkunum og sá að husið mitt lendi i árás og góð sprengja varð hehehe.Ég hef bara ekki haft orku i að gera handtak,en dreif stelpunum i skólann og heim að þrífa.Svo nú er húsið mitt hreint og fint sem ég er bara nokkur ánægð með og lyktin æðisleg
Svo til að topa skapið þá skemmdist talvan min,lif mitt og yndi hehehe,,,svona þá daga sem maður þarf að hanga inni lengi.Við ætluðum ekkert að skoða okkur aðra fyrr en um mánaðarmótin næstu,en fórum i tölvubúðina hér i KEF i gær og fengum bara svo gott tilboð hjá þeim.Þannig að ég er nú komin agtur með almennilega elsku,ekki eitt hverja 10ára gamla hihihi...Ég segi ekki ég myndi frekar vilja vera með tölvun sem Haffi gaf mér i Jólagjöf i fyrra en henni var stolið í innbrotinu:(Þar sem við gáfum hvort öðru ekkert núna þá er þessi nyja elska jólagjöfin okkar:)
Jæja þetta væl er nóg ég ætla fara og reyna hrista þetta af mér.svo biður min lika 3ja buxnaslysið hennar Guðnýjar i dag heheh....
Eigið góða helgi allir:)Svo er ég búin að setja inn myndir á Facebookið mitt og inn á http://juni.barnaland.is af lyfjagjöfinni i gær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.1.2009 | 12:12
Talvan sprakk!!!!!
Jæja talvan min söng sitt siðasta á Þri svo ég verð litið hér á næstuni.Vonandi get ég keypt mér bara AFTUR nýja um mánaðarmótin...
Smá fréttir Guðný og ég erum bara orðnar hressar,smá hnerr og hósti að byrja i henni.Við erum núna upp á Barnaspitala i lyfjagjöf,sem gengur bara vel.Hún varð pinu slöpp um 11 og fór bara að sofa sér svo ég nýti tímann á meðan:)Við fáum svo smá gesti á eftir sem er bara ágær flytir aðeins tímanum hér.Ég hugsa að við verðum hér alveg til svona kl fjögur því það var sett svo seint i æðina hennar.
Jæja ég og Haffi ætlum að slappa pinu af áður en snúllan okkar vaknar:)
Kossar og knúsar á alla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)