Færsluflokkur: Bloggar

Kvebbalingar

 

Vildi bara láta vita að allir eru hraustir nánast hehehe,,,allir komnir með hor i nös og illt i hálsinn,,sem við bara hristum af okkur...Ég ætla standa við það að byrja i átakinu eftir að Guðný náði sér upp úr siðustu pest,,sem er búið að taka allan Januar mánuð..Fríið orðið langt og ég byrjaði i fyrsta timanum á föst siðasta,mikið var það gott og hressandi.Ég lyfti 3x i viku og reyni svo að brenna hina dagana á móti...Verð orðin MASSA kerling eftir nokkrar vikur hehehehe....W00t

Guðný er hætt á Pensilíninu og komin aftur á sýklalyfin.Tvær vikur eftir af þeirri miklu meðferð.Nokkur ný orð komu hjá henni um helgina og meiri seigja fór að aukast i setningarnar hjá henni..Hér i kvöld kissti hun alla og sagði góa nó (góða nótt) og elka hig(elska þig) hihih óendalega sæt InLove Á þri ætlum við hitta Lúther upp á Barnaspitala og fara yfir þyngdina hennar og Mjólkuróþolið og Fæðuofnæmið.Guðný fékk nú að útskrifast frá honum i Juni sl,en þyngdin hennar er aftur farin að rokka upp og niðir svo er lika tími komin að endurskoða þetta óþol i henni...:)

Ég er en að byða eftir svari frá Tryggingastofnum og frá Félagsráðgjafanum.Liða fer núna á 3 vikuna og við býðum eftir svari hvort við fáum áfram haldandi umönnunarbætur með henni ofl sem ég prufaði að sækja um..Ég fékk svo sent bréf heim i vikunni að vottorð vandi humm,, eitthvað skritið þar sem ég veit að vottorðið var komið á borð hjá þeim..Ætli það hafi ekki bara lent ofan í skúffunni i staðin...

Aðeins 5 dagar i 7 ára afmælið hjá tvibura prinsessunum minum,,Guð hvað tíminn liður hratt...I þessari viku verðum við sko bara á fullu að undirbúa gelgju party fyrir næsta Föstudag.Ég fór i dag og verslaði á þær föt i afmælisgjöf og gaf þeim það áðan,þær ekkert smá ánægðar og ætla sko i öðru setinu i skólann á morgun:)Ég er ekki alveg að ná því hvað þær eru orðnar stórar,fötin eru á stærð 9 til 10 og að smell passaðiLoL.Ekki er hægt að sjá það að þær eru fyrirburar.Þær vildu nú ekki koma með i dag því það var svona ömmuhelgi,var svona ógeðslega gaman að engin timi var til að koma með hehehe...Petrea á svo að mætta til Barnalæknis á þri og á að fara i fleiri rannsóknir,því þeirr halda að þetta gæti verið Gigtasjúkdómur eða Vöðvasjúkdómur..Við vonum nú ekki en vonum nú að við förum að fara fá niðurstöður á þessu,,bara jákvæðar..Þetta er búið að taka alltof langan tima eða siðan 2003 takk fyrir:(Viktoria min bíður og bíður eftir að fram tönnin fari að detta og ég fá að heyra örðu hvoru ''mamma vildu kippa töninni úr'' hehe greinilega að missa þolinmæðina yfir henni Grin

Jæja smá update af okkur ég ætla að fara lúlla mér hjá stelpunum minum.Alltaf kózy að hafa þær uppí þegar kallinn er ekki:)

Hafið það gott og njótið dagsins á morgun....


Reykjanesbær...

Mér finnst þetta orðið mjög sorglegt,eins og þetta er orðið hér og oruglega á fleiri stöðum.Svo er bara alltaf sagt svona er bara Island i dag og eigum við bara að láta bjóða okkur það,,allavega finnst mér það ekki...Við sem eigum börn eldri en 9 mánaða,höfum verið að fá greiðslur frá rnb fram að tveggja ára aldir á börnunum eða þanga til að þau komast inn á Leikskóla.Þær greiðslur voru 30þúsund mánaðarlega.Þetta eru td min laun með 26.000kr sem ég fæ i umönnunarbætur með stelpunni..Núna er búið að lækka þessar greiðslur niðrí 25.000kr á mánuði,ég get alveg kvartað yfir því að hafa ekki efni á því að lækka launin min um 5.000kr.Svo þegar ákveðið er að lækka greiðslur til fölskyldunar þá hækka þeirr dagvistugjöldin um 50%Þetta er bara skömm og vitleisa.Ég er alltaf að heyra meira og meira að fólk taki börnin sin úr leikskólum og úr Frístundaskólum.Ég kalla það ekki gott því fólk verður að geta unnið sem mest núna og þessi litlu grey geta ekki verið ein heima.Og eins veit ég bara sjálf að börnunum finnst æði að geta verið i Frístundaskólanum og leikið sér við vinina eftir skóla og foreldranir áhyggjulausir.Börnin min eru td búnar að missa nokkra af vinkonum sinum þvi þetta er mikið stökk að fara ur minnir mig 7000kr upp i 15.000kr og hjá mér úr 15.000kr upp i 30.000kr...Ég hef mikið verið að spá i að taka minar úr en sé bara ekki fram á að ég geti það,því ég svo mikið hjá læknum i RVK og inn á Barnaspitala.Ég vil ekki að minar gangi heim því við búum langt fra skólanum og ekki að þær séu einar heima,,svo finnst mér sorglegt að hafa börnin alltaf á flandri útum allt..Þessir daga okkar hjá læknum og veseni eru oft erfiðir og mér finnst oft gott að hugsa til þess að þær eru á öruggum stað og ég þarf ekki alltaf að redda pössun hingað og þangað...Þetta verður að laga og við að mótmæla og hananú.....

Í morgun hringi ég niðrá Heilsugærslu Suðurnesja,ætla mér að panta tima hjá Úlfi Barnalækni...En get ekki fengi tíma fyrir stelpuna því þeirr eru búnir að loka fyrir mótökur hjá Barna og sérfræðingum.Ekki hefur náðst Samningar við þá eftir 1.Januar svo því miður er ekkert hægt að gera nema keyra með barnið i bæinn...Usss þetta er hræðinlegt og vonandi reddast þetta sem fyrst..Guðný er búin að vera á Pensilíni siðan á sun og er ekkert að virka nema það bætist niðurgangur við,meira kvef og hósti.Ég helt að hún þurfi nefnileg að fá púst til að losna við Bronkítisinn...Ég bið bara eftir símatimanum við hann Ulf og vona að þetta gangi yfir hja okkur og skvisan komist til Dagmömmu...

Kossar og knús til allra :)


Lyfjagjöfin ofl....

Ég veit eiginlega ekki á hverju ég á að byrja svo þið verðið bara að afsaka ef ég fer að tala i hringi eða eitt hvað hehhehehe...Skapið mitt er búið að vera mjög langt niðri siðustu daga og kannski er það bara ekkert skrítið.

Stelpan er búin að komast i heila 3 daga til dagmömmunar á þessur ári,svo mér finnst þetta ár ekkert byrja neitt rosa vel:(Ég tók mjog jákvætt i þetta ár en siðustu dagar hafa verið mjög neikvæðir,bæði með heilsuna hennar og fjármálin þið verðið bara að afsaka þungan i þessari færslu.Januar mánuður er mjög erfiður hjá okkur séstaklega i bankanum við erum i fyrsta skiptið i tæp 300þús i múnus vegna mikilra vinnutaps i Des.Stelpan byrjaðu mánuðinn með Veirusýkingu og Misslingabróðir nr 2 og búin að vera á Syklalyfjum i 8 vikur.Ég lagðist sjálf i flensu og sýkingu frá áramótum fram i þessari viku sem var bara ógeðslegt..

Þakka bara fyrir að tviburanrir eru heilsu hraustar og komast alltaf i sinn skóla.Guðny komst eins og ég sagði i 3 daga i þessari viku.Hun byrjaði svo í lyfjagjöfinni i gær sem gekk vel til svona tólf þá vaknaði hún með hita og mjög veik.Svo seinnipartin var hún að hressast og hitalaus,en ekki lengi því hún vaknar i morgum með bullandi kvef,hita og hósta DevilARRRGGGGG....HVAR ÆTLAR ÞETTA AÐ ENDA.......

Ég er búin að vera standa rosalega mikið ein i þessu því Haffi er alltaf að vinna á Isafirði enda veitir ekki af því.En þá lendir allt á mér veikindin,spitalaferðarnar og heimilið og auðvitað að hugsa um þær 3.Þetta er að fara rosalega i skapið á mér núna,séstaklega þar sem við vorum að plana að eiga góða helgi saman nei hann var kallaður i vinnu og fara vestur:(Svo ég og hitalinkurinn minn verðum bara tvær i koti,svo á morgun ætla ég að hitta vinkonur minar sem ég hef bara mjog gott af.Guðný er að sofa lika rosalega illa á nóttunni svo ég nota timann til að leggja mig i vikunni þegar hun komst til dagmömmuna og bara jafna mig af þessari skita flensu...En svo vaknaði ég i morgun með krökkunum og sá að husið mitt lendi i árás og góð sprengja varð hehehe.Ég hef bara ekki haft orku i að gera handtak,en dreif stelpunum i skólann og heim að þrífa.Svo nú er húsið mitt hreint og fint sem ég er bara nokkur ánægð með og lyktin æðisleg Happy

Svo til að topa skapið þá skemmdist talvan min,lif mitt og yndi hehehe,,,svona þá daga sem maður þarf að hanga inni lengi.Við ætluðum ekkert að skoða okkur aðra fyrr en um mánaðarmótin næstu,en fórum i tölvubúðina hér i KEF i gær og fengum bara svo gott tilboð hjá þeim.Þannig að ég er nú komin agtur með almennilega elsku,ekki eitt hverja 10ára gamla hihihi...Ég segi ekki ég myndi frekar vilja vera með tölvun sem Haffi gaf mér i Jólagjöf i fyrra en henni var stolið í innbrotinu:(Þar sem við gáfum hvort öðru ekkert núna þá er þessi nyja elska jólagjöfin okkar:)

Jæja þetta væl er nóg ég ætla fara og reyna hrista þetta af mér.svo biður min lika 3ja buxnaslysið hennar Guðnýjar i dag heheh....Sick

Eigið góða helgi allir:)Svo er ég búin að setja inn myndir á Facebookið mitt og inn á http://juni.barnaland.is af lyfjagjöfinni i gær.


Talvan sprakk!!!!!

Jæja talvan min söng sitt siðasta á Þri svo ég verð litið hér á næstuni.Vonandi get ég keypt mér bara AFTUR nýja um mánaðarmótin...

Smá fréttir Guðný og ég erum bara orðnar hressar,smá hnerr og hósti að byrja i henni.Við erum núna upp á Barnaspitala i lyfjagjöf,sem gengur bara vel.Hún varð pinu slöpp um 11 og fór bara að sofa sér svo ég nýti tímann á meðan:)Við fáum svo smá gesti á eftir sem er bara ágær flytir aðeins tímanum hér.Ég hugsa að við verðum hér alveg til svona kl fjögur því það var sett svo seint i æðina hennar.

Jæja ég og Haffi ætlum að slappa pinu af áður en snúllan okkar vaknar:)

Kossar og knúsar á alla Kissing


Náði mér i ógeðslega pest...

Ég náði mér semsagt i ógeðslega pest og er bara en fárveik.Þetta byrjaði allt á Gamláskvöldi með migreni sem stóð i heila viku.Á mið fékk ég 40stiga hita og flökurt,beinverki og bara allan pakkann...Fór svo þarna á Bspitalann á föst því ég var að hressast,,en samt leið mér eins og 10 trukkar hefðu keyrt yfir mig.Laugardaginn förum við i matarboð og ég reyni i fyrstaskiptið siðan á Mið að borða eitt hvað,en náði alveg heilum 5 bitum af þessu gómsæta kjöti:(.Mér leið bara mjög illa eftir þessa litlu máltið,rauk upp með hita og sjóntruflanir og svima.Haffi ákveður að fara með mig á Læknavaktina,þar halda þeirr að Botlanginn væri að fara hjá mér og sendir mig niðrá Bráðamótöku á lansanum.Þarna var ég öll rannsökuð fram og til baka tekið slatta af blóði.Eftir smá tíma fengum við góðar fréttir að þetta væri ekki Botlanginn heldur eitt hvað annað sem vildu rannsaka,svo þarna var ég komin með lyf og næringu i æð ''ÆÐISLEGT'' Eins og ég sagði i siðustu færslu þá væri ég sko alveg til i að taka við af henni Guðnýju,ég hugsa að óskin min hafi bara ræst svei mér þá hehehe...Loks er hun orðin hress og komin til dagmömmu þá tekur mamman við.Jæja loks eftir ein líter af vökva var ég að hressast og einkennin að detta niður.Úr rannsóknunum kom að ég er með sýkingu i meltingafærunum og var að þorna uppCrying.Ég er en ekkert farin að geta borðað en reyni að fa mér smá vökva en því miður verð ég bara mjög slöpp eftir það lika.ÞETTA ER BARA ÖMURLEGT.....

Núna ætla ég að fara og njóta þess að vera alein heima og slaka á,farið bara vel með ykkur á meðanHeart

Koss,koss og knús á alla :)


Loksins var ákvörðun tekin.....

Spitalaferðin var pínu rússibani i gær hjá okkur.Eins og ég var búin að seigja þá átti ég tíma hjá félagsráðgjafa á vegum Barnaspitalans.Við fórum aðeins yfir okkar mál og hun var bara mjög hissa yfir því hvað við fáum lágar bætur og litla þjónustu.Hún ætlar að reyna kippa því i lag ásamt öðru fyrir okkur,ég vona svo innilega að sé hægt...Við ætlum að reyna núna á þessar Foreldragreiðslur sem eru um 130þús á mánuði.En því miður þar sem þetta eru nýleg lög þá flokkast þessi sjukdómur ekki inn i hann því börnin eru ekki nógu veik,,,,sem er bara tómt kjaftæði,,,, þau þurfa mjög mikla umönnun bæði heima fyrir og á spitulum.Og þar með er þessum fjölskyldum hafnað því miður,en hún vill reyna því margt annað spilar inn í hennar heilsu fyrir utan Ónæmisgallann.Vitiði ég myndi sko alveg frekar vilja vera sækja um eitt hvað annað fyrir barnið td Sundnámskeið eða eitt hverju sliku heldur en þetta og að stelpan min fá að hafa sina heilsu.Ég myndi sko gera allt til þess að hun fái hana til baka....

Ákvörðun tekin...

Á meðan ég var inni hjá Felagsráðgjafanum hringir Ásgeir i mig og biður mig um að hitta sig og ég geri það...Þá fengum við þessar erfiðu fréttir að stelpan eigi að fara i Lyfjagjöf fram i April því blóðprufurnar líta ekki vel út i aðalmótefninu en hin mótefnin haldast en i lægri kantinum.Ég var pinu óánægð með þær fréttir því hann Ásgeir er mjög duglegur við að seigja okkur að hun sleppi alveg við lyfjagjafir,svo allt i einu búmm lyfjagjafir og ekki er þetta i fyrsta skiptið hjá honum.Mér finnst þessir dagar sem hun er i innlögn rosalega erfiðir og ég er alveg i svona sólahring að jafna mig og hvað þá litla hetjan min.Hún þarf að þola mest,ég mundi alveg vilja skipta við hana ef það væri hægt.Við eigum semsagt ekki að mæta til Ásgeirs 19.Januar heldur á dagdeiltina 16.Januar og þá byrjar hennar fjórða lyfjagjöf.19 jan er Það þá bara matarsáli og Bæklunarlæknir.27Jan er það Lúther meltingalæknir.Ég er nú bara mikið að spá i að fa leigt bilastæði og herbergi þarna niður frá þá sparast ferðarnar hehehehe....Nei nei hugsa að heima sé best i fríunum frá Barnaspitalanum.:)

Ég kem svo með fréttir hvernin gengur og hvað kemur út hja félagsráðgjafanum Wink

Koss,koss og knús á allaHeart


Ekki góð 18 mán skoðun :(

Góða kvöldið allir...

Januar mánuður ætlar að vera mjög svipaður og hinum Januar mánuði,,nema enginn píppari núna hehehehe....Já kannski að byrja á þri,við fórum að hitta matasálann sem var ekki rosa ánægð með hana en jólin eru að klárast svo þá er ekki mikið tekið á öllu...Vonandi verður bara næsti tími betri.Ég átti lika tima á Félagsráðgjafa en það var svo skemmdilegt að þeirr hringdu i mig þega ég var mætt á staðin og þá var hún veik''FRÁBÆRT''.Við eigum að hitta hana á morgun i staðin og fara yfir okkar mál...

Snúllan min fékk svo hita á þri og var með hann i tvo daga:(Sem er mjög fúllt þvú hún er búin að vera á sýklalyfjum i 8 vikur..18 mánaðaskoðun var svo i dag,mig langaði nú bara fara grenjandi þaðan út en harkaði það af mér og bara verð að vera sterk og hugsa að þetta gengur yfir bara tímabil....Prinsessan er semsagt með Veirusýkingu og aftur með Misslingabróðir ;(Skvísan er farin að falla i kúrfu sem hún má ekki við í Okt var hun 9770gr i Des 10,2kg og nú 9875gr''ÆÐI''Hún mátti ekki fá bólusetninguna og vill læknirinn að við höfum aftur samband við Lúther meltingasérfræðing.Við sem fengum að útskrifast frá honum i Juni sl.

Ég er nú sjálf ekki best til farana núna er með ælupest og hita.Sem ég mæli ekkert séstaklega með þegar maður þarf að hugsa um veikt barn hehehe....Ég treisti mér ekki í það að skrifa meira og ætla að leggja mig aðeins....

Sendi koss,koss og knús á allaKissing


Góð helgi!!!!!

Já eins og ég var búin að seigja þá ætlaði ég að vera með föndurdótið mitt i Kolaportinu alla helgina.Það gekk svona glimmrandi vel bara seldi og seldi,er búin að ákveða að vera svo nokkrar helgar i Januar og Febrúar...Ég er jafnvel að pæla i að taka saman hér föt sem ekkert er verið að nota og dót og svona hehehe....Er ég ekki sniðug híhíhí......Siðan min http://harskrauttilsolu.barnaland.is

Jæja vinkona min var ekkert smá hjálpsöm og var með Guðnyju fyrir okkur alla helgina og vá hvað við erum þakklát henni:)Hún kom nú að kikja á okkur i dag og fannst ekkert smá gaman,,öskraði alveg af gleði yfir öllu dótinu þarna hehehe.Ykt fyndið að sjá hana algjort krútt....Hún er búin að vera mjog óduglega við að borða siðustu viku,,,möguleiki því við erum ekkert búin að vera borða hér heima alltaf i matarboðum:)Við eigum svo að mæta næsta þri til matarsála og félagsráðgjafans á Barnaspitalanum.Gaman verður að sjá hvað kemur úr þeim fundum,mig hlakkar allvega til heheh veit ekki af hverju en svona er þetta bara er það ekki.....

Tviburarnir eru búnar að vera hjá pabba sinum frá því á gamlásdag og er ég að biða eftir að þær komi heim..Búin að bíða lengi eftir að fá að knúsa þær og kissa.Þær eru nú búnar að vera þar eiginlega siðan fyrir jól,þær eru nú ekki vanar að vera svona lengi i burtu frá mér svo þetta er orðið fínt og mamman vill fá þær heim hehehe....Fríið er nú samt búið að vera nokkuð gott og þær hafa lika bara gott af þvi að vera með þeim lika og fá frí fra okkur.Skólinn byrjar svo á fullu hja þeim á Þri og þeim farið að hlakka til W00t

Er þetta ekki bara fint update,,,ætla fara skella mér fyrir framan tvið og horfa á Law and order:)

Koss og knús

Erna Sif


Á morgun

Laugardaginn og Sunnudaginn mun ég vera i Kolaportinu mikla hehehe,,, frá kl 11 til 17 báða dagana..Ég ætla vera aðalega með hárspangirnar min svo eitt hvað af spennum og hárböndum.Allir velkomnir og vonandi sjáum við sem flesta.....Grin

Flott hárskraut fyrir öll tilefni!!!!!!!

Þið getið skoða myndir hér http://harskrauttilsolu.barnaland.is

Kveðja Erna


Gleðilegt nýtt ár allir.

Og við þökkum öllum fyrir stuðningin á árinu sem er að líða.Það er búið að vera mjog gott að koma hér inn og skrifa sitt hér niður,lika búin að læra helling.Ég er nú ekki sú duglegasta að tjá mig skriflega og geri það kannski ekki alveg eins og eg vildi hafa það en þetta kemur bara helt ég hehehe.....Þetta blogg er nú aðalega um veikindi dóttur minnar og mina tilfinningu i gegnum þau.Ég er svo lika með barnalandsiður fyrir öll min börn með myndum og dagbók yfir því sem er að gerast hja þeim,en mér fannst ekki viðeigandi að vera skrifa i vefdagbók barna minna um mina líðan og veikindin á þeirra siður.Svo ég opnaði þessa síðu sl sumar,um Guðnyju og hvað við erum að ganga i gegnum.Ég hef verið spurð af því af hverju ég skrifi ekki um hin börnin min,sem ju ég geri fólk verður bara að lesa betur:)svo þetta er ástæðan af hverju ég tileinka þessari siðu nánast bara um veikindi hennar.mér fannst ég bara ekki vera fá nogu útrás á barnalandi og algjorlega óviðeigandi að tjá mig um það sem mig langar þar,sem ég held að allir skilji:)

En já eins og þið sjáið kannski þá er nafnið mitt orðið Þorvaldur en það er maðurinn minn,hann er skráður sem ábyrgða maður á þessu bloggi.Það er vist eitt hvað verið að breyta reglum hér á mbl og eg veit ekkert hvernin ég ger laga þetta hehehe..

Við vonum að nýja árið fari vel i ykkur og allir jákvæðir með nýtt ár og ný upprifjun fyrir okkar litla land,sem hefur ekki átt það besta i ár.Við ætlum allavega að leggja i það bjartsynari og vera jákvæð um að allt blessist með hetjuna okkar og að fjárhagurinn rísi upp.Árið 2009 byrjar allvega svona hja okkur,við munum vera mikið á Barnaspitalanum i jan bara eins og siðasti jan var hehehe...En núna i ár ætlum við sko i engar innlagnir við erum bara að fara i heimsóknir og hananú..Við erum að fara hitta matarsála þann 6 Jan,gengur það bara súper vel barnið mitt er bara farin að borða allt i burtu á heimilinu.Hún er nú samt ekkert rosa hrifin af svona máltiðum heldur vill vera narta i brauð og kex ofl,en kvoldmáltiðin rúllar ofan i hana ef við borðum heima,er ekki mikið fyrir að borða i veislum og svona..Öll min réttindi hja TR og VR eru að renna út núna i Jan svo við þurfum núna að fara vinna i þeim,hittum félagsráðgjafan upp á barnaspitala lika 6Jan.Hún ætlar að fara i þetta með okkur og skoða hvaða fleiri aðstoð við gætum fengið.Ásgeir er svo 19Jan,þá verður vonandi tekin ákvorðun um mótefnagjöf þvi hun var farin að lækka i Okt.Guðny er nuna búin að vera i sýklameðferð i rúmar 7 vikur minnir mig og eru 5 vikur eftir,mér finnst þetta alveg hræðinlegt að vera dæla þessu i barnið en þetta er að hjálpa henni að halda allvega bagteríunnum i burtu frá sér og það viljum við.Siðustu tvær vikur eru bunar að vera æði engi hiti og ekki neitt,nema hennar króniska kvef sem Ásgeir vill lata kikja á þegar við hittum hann næst.Barnið er búið að vera með grænt og gult hor siðan i Águst takk fyrir,ekki alveg að ganga..Við eigum svo að panta tima hja hennar hjartalækni i Jan og fá tima i Feb eða Mars.

Við ætlum bara halda áfram að vera sterk saman og reyna vinna i okkar husi sem við erum að reyna byggja og selja hitt husið.Eyða meira stundum með börnum,vinum og fjölsk.við hofum svoldið ekki sinnt þvi,því við erum bara alltaf að vinna og berjast yfir okkar skuldum til að halda okkur uppi.Eftir Kompás þáttinn náðum við bara eitt hvern veigin að slaka á,eða við bara ákveðið að við gerum bara eins og við getum og erum bara ánægð með það:)Svona 4 vikum fyrir þáttinn voru mjog erfiðar,við vorum búin að vera i bönkum og IBL að reyna fá hjálp og lausnir en alltaf fengum við neitunar bréf heim og svorin öll því þið eigið tvær eignir er ekkert hægt að breyta lánum eða fá lán.Eða eignin i Njarðvik er ekki komin á nógi hátt byggingar stig.Svo loks fengum við sölu á husið og lán fra Festa enþá hafnaði BANKINN því öllu,því hann vildi fá þessar 5 millur sem við áttum að fá i vasan en við þurftum að fá þessar 5 millur til að borga skuldi sem eru i bygginguna og er að fara i lögfræðing.....Við erum búin að lifa núna i eitt ár bara fyrir skuldum og það er ekki að ganga nú verðum við bara að vinna fyrir því sem við getum og fara hugsa um okkur og okkar fólk.Jæja það er sko hægt að röfla um þetta endarlaust en ég ætla ekki að gera það,því allt það svarta á að fara i burtu og það bjarta koma inn er það ekki bara...

Petreu gengur vel i sinni sjúkraþjálfun ykt dugleg að gera æfingarnar og kennir svo systrum synum þær her heima heheh,,voða gaman að sjá þær 3 her i handahlaupum og hoppi.Stór ákvörðun verður tekin i Jan eða Feb með fæturnar á henni Petreu,fyrst er reynd þessar æfingar svo hjálpartæki fra TR sem eru sér hannaðir skór með stuðning og annar með þykkari botni.Við fáum svo viðtal við fótaskurðlækni,hvort það þurfi að gera aðgerð á báðum fótum''Gaman,gaman eða þannig''

Hafið það bara gott annað kvold og farið vel með ykkur.Við ætlum allavega i áramótaparty og hafa það gamanWizard

KOSS KOSS OG KNÚS Á ALLA.....


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband