Færsluflokkur: Bloggar
26.9.2008 | 17:34
Víkurfréttir
Jæja ég vissi nú ekki að þau myndu fjalla um þetta strax en á netið er þetta komið og kemur svo i næsta tölublaði Víkurfrétta þið getið lesið þessa grein á http://vf.is Styrktarveisla til styrktar Barnaspítala hringsins og barna með ónæmisgalla og skoðað nottlega þessa frábæru mynd af mér i leiðini hehe.Þvi miður kann eg bara ekki að koma greinini hingað á bloggið svo vonandi er þetta i lagi.Allt mun renna i tæki og tól fyrir spitalans og rannsóknir og lyf fyrir börn með ónæmisgalla..
Endilega kikjið á þetta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2008 | 11:15
Fréttir !!!!!!!!!
Hey,hey,,,siðustu daga hefur mér bara liðið mjög vel þrátt fyrir anvakanættur og með smá hnút i maga fyrir partýinu á morgun,en þetta mun bara ganga allt vel og eins er söfnunin að ganga MJÖG VEL við þökkum bara öllum fyrir sem hafa styrkt þessi góðu málefni með ökkur
Ég skellti mér i klippingu og litun i gær svo ætlar Eva að taka neglurnar minar i gegn i kveld,svo maður verður nú svaka skutla hehe,,,.Ég og Guðný ætlum al kikja i bæinn á eftir og ná i gjafabréf og skipta út nokkrum hlutum fyrir veisluna.Við keyptum okkur svo nýjan bíl á Mánudaginn vegna nyrra vinnu hjá Haffa sem hann byrjar i næstu helgi.
Fréttirnar af henni Guðnýju minni eru þær að ég fór með hana til læknir i fyrradag vegna svefnleysi og rembing,nú er min komin með eyrnabólgu i bæði og hálsbólgu arrrggg kemur alltaf eitt ofan i annað.Nú fer að liða á fjórðu vikuna sem hún er með þetta kvef og vel stífluð en og andar hratt á nóttunni.Það er nú aðeins farið að leka svona nett græn slumma hja henni sorry lysingarnar en svona er þetta hja greyjinu,maður finnur svo til með þeim þegar þau eru svona æji,,,.Hún hefur verið að fara til dagmömmunar og er búin að vera dugleg að borða og finnst núna lysi algjört æði hehe,,systir min þarf alltaf að fela lýsið fyrir henni þvi annars er hún með stór augu og NAMM,NAMM híhí,,, Eg er aðeins farin að leyfa mér að vera pínu spennt fyrir næstu viktun þvi hún er svo dugleg,hún er nú samt ekkert að fitna en stækkar.Ég var farin að hætta vera spennt þvi aldrei komu stórar og góðar tölur og ég varð alltaf vonsvikin.en ég ætla ekki að vera það núna þvi ég heimta góðar tölur....
Ég ætla fara drífa mig að ná i skvisuna og renna i bæinn,góða helgi allir og ég kem svo með myndir og fréttir af styrktarveislunni eftir helgina.
Knús og kossar á alla...........
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2008 | 12:06
Mikið arrggg og rembingur i nótt
Góðan daginn.
Það er nú samt eiginlega bara en nótt hjá mér,þar sem ég sit hér við skjáinn hálf sofandi.Við áttum MJÖG erfiða nótt.Guðný fer upp í rúm rétt fyrir átta og þá fatta ég að ég stein gleymdi að fara i apótek og kaupa mjólkina hennar,sem hefur bara aldrei gerst.Apótekið lokar nottlega kl 19,00 og engin sólarhrinsopnun hér i þessu bæjarfélagi sem mér finnst nú bara FÁRÁNLEGT i svona stóru bæjarfélagi.Þetta hef ég oft hugsað af hverju hafa þeir allavega ekki eina opna kannski til miðnætis eða eitt hvað.Hvað eigum við að gera tildæmis i minni stöðu,stelpan veikist og þarf að fá lyf eftir að vera búin á kvoldvaktinni niðrá spitala ? eða eins og þetta mjólkin gleymist eða hreinlega er ekki til á suðurnesjunum?Nei i alvoru það hafa oruglega freiri pælt i þessu heldur en bara ég.
Ég gef Guðnýju bara vatn i pelann og hún sofnar en er alltaf eitt hvað að rumska og rembast þegar hun andar út,hún er en með kvef og stiflur en þetta var ekki það.KL 21,30 fer ég að sofa og þá vaknar skvisan alveg band brjáluð.Eg prufaði þá að gefa henni smá fjörmjólk sem hún má ekki en það er samt allt i lagi að prófa venjulega af og til svo ég notaði mér það bara fyrst að svona fór i gær.Hún sofna og velti sér fram og til og rembist,ég er ekki alveg að skilja þetta,svona var öll nóttin söfnar er alveg á fullu og að rembast svo vaknar hun alveg kreisí og rembist lika vakandi.Veit ekki gæti verið mjólkin en hun byrjaði áður en hun fékk hana svo hefur hun verið mikið að rembast á nóttunni siðustu vikur.Stór skrítin stelpa hehe,en ef þetta heldur áfram tala ég við lækni ég er ekki alveg að nenna þessu og fá engan svefnÉg er öll stirð með hausverk og allt ömurlegt i dag.Ég náði að leggja mig pinu i morgun eftir að hun fór til dagmömmunar en þegar ég legg mig er dagurin bara ónýtur og ég hryllilega löt hehe,,,"Vonandi er skvisan ekki alveg búin að drula um allt hjá systur minni út af mjólkinni híhí''
Jæja ég ætla fara koma mér af stað i apótek og i ræktina
Heyrumst öll
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.9.2008 | 13:21
Mánuður i dag
Í dag er mánuður þanga til að hetjan min fer i stóru blóðprufurnar sinar nr 3 i þessum veikinda ferli sinum.Ég get alveg fúslega viðurkennt það að mig kviður pinu fyrir en lika spennt á móti.Okkur finnst þetta mjög erfiðar rannsóknir þvi biðin er svo hryllilega löng eða 4-6 vikna,sem er ekki alvega að ganga.Þessar rannsóknir eru gerða erlendis þvi ekki hefur verið hægt að gera þær hér,en nuna á að fara reyna það til að minka þessa bið og erum við með söfnun til að styrkja það ásamt fleiru og öllum velkomið að leggja til ef það vill allar upplisyngar eru á hliðinni.
Mig langar að renna aðeins yfir hennar sögu.eða það sem ég mann svona best þvi þetta hefur auðvita tekið mikið á bæði á likama og sál,einig lika fjárhagslega þvi ég hef ekkert komist út á vinnumarkaðin fra þvi ég varð ólétt af henni.
Guðný Ósk var 6 vikna þegar hún fékk syna fyrstu eyrnabólgu og þyngdin hennar fór að hraka,mikið eftirlitt fór þá af stað i ungbarnaeftirlitinu eða vikulega skoðanir og vigtanir.Lika var það hjarta eftirlit vegna hjartalokuleka sem hún fæddist með.Aldrei fannst mér ég vera fá góðar fréttir úr þessum skoðunum þvi hún þyngdist bara um 10gr á viku og alltaf eyrnabólga eða veirusýkingar.Í Nov '07 fór henni að versna og varð mjög ólik sjálfri sér,heil vika sem hun náði´sér ekki niður i svefn og bara argaði og orgaði af sársauka.5NOV var ég send niðrá barnaspitala með hana og þar teknar blóðprufur sem mikið og ekki gott kom út úr.Lifrin hennar voru ekki að vinna rétt og stök bólgið,einig Einkerningarsótt sem börn eiga ekki að fá heldur eldra fólk.Mjólkuróþol og fæðuofnæmi,ofþornun.þarna var hun farin að léttast sem hun mátti alls ekki við og ælti gífurlega mikið.Það tók hana 3 mánuði að jafna sig á þessu þvi hún var alltar að kripa aðrar pestir i batarferlinum sinum.Nov,Des,Jan og Feb,Marz voru erfiðustu mánuðirnir hennar en sem komið er og vona að henni fari bara batnandi.Í Des og fram i byrjun Feb fekk hun um 40 veirusykingar ásamt fleiru,2 þarmasýkingar og mikin niðurgang 2lugnabólgur og sykingar þar sem fólk bara fær ekki sýkingar,endarlausar eyrnabólgur.Á þessu ári og siðasta hafa margar spítalaferðir farnar og innlagnir,hún þarf yfirleitt alltaf vökva i æð vekna ofþornunar.Eitt skiptið var það orðið það slæmt að læknar voru farnir að tala um að setja sondu upp hja henni,en sem betur fer náði hún að harka það af sér.En Nov til April eru mer erfiðistir og læknum held ég bara lika þvi enginn vissi hvað þetta var sem var að valda þessum miklum og löngum veikindum.
Í Mars létt svo Gísli i ungbarnaeftirlitinu taka blóðprufu og láta ath mótefnin hja henni,úr þvi komu nú ekki góða fréttir en samt léttir útaf þvi að það fannst hvað væri að henni en ekki bara alltaf veik en allar prufur i top standi æ,,þið skiljið vonandi.Þarna kom i ljós að hún væri mjög lág i mótefnum eiginlega bara mótefnislaus.í April fengum loks greiningu á þessum og hittum æðislega læknir sem heitir Ásgeir Haraldsson,hann er sér menntaður i þessu og er þetta eiginlega hans hopy eins og hann orðaði það sjálfur hehe,,.Hjá honum fengum við fréttir að henni vantar igg og igA mótefni og slímhúðin hennar mjög slæm,en við fengum lika góðar fréttir að hun myndi liklegast ekki þurfa þessa mótefnagjof sem er gerð 4ja vikna fresti inn á barnaspitala og tekur 4-6 klukkutima hver gjöf.Ástæðan var sú að hún greinist rétt fyrir sumar og flest þessara barna eru góð á þeim tima og gjafir helst ekki gefnar á þessum árstíma.Þeir viltu sjá hana brakast og reyna styrkja sig sjálf og endurmeta stöðuna hennar nuna i OKT en það gekk svo ekkert alltof vel hjá henni og slæm eftir köst urðu ælur og þornun.Þannig að i Mai var lyfjagjöfin sett i gang,3 skipti uðru fyrir valinu.Fyrsta gekk ekkert mjög vel varð mjög veik og pirruð,í Juni varð hún betri smá pirripú og kastaði mikið upp.Í júli gekk þetta eins og i sögu.Við sáum mikin mun á henni lengra á milli veikinda og ekki eins slæm,byrjaði að borða eins og hestur og þyngdin fór að haldast og jafnvel þyngjast vel en er samt en i dag undir þyngd 9 kg komu loks i siðasta mánuði sem var mikill áfangi hja henni,við erum en i eftirliti.Ásgeir er marg oft búin að tala um við okkur að næsti vetur sem er að ganga i garð yrði mjog svipaður hinum þvi hún myndaði ekki vörn eða svona minninkarfrumur svo við erum bara búin að vera undirbúa okkur fyrir honum og erum jákvæð um að henni batni bara sama hvað aðrir segja eða gera.
Hann Ásgeir sagði að þessi gjöf dugi fram til okt og við sjáum það alveg að vörnin er að minka og pakkinn er að sigla af stað.Eins og áður hefur komið fram er 3ja þarmasýkingin komin,mislingar mikill hiti og kinnholabólgur búið að vera núna siðan 28 Águst og er en kvef hja henni svona hefur hun ekki verið siðan i Mai en samt alltaf jafn hörkudugleg og alltaf i góðuskapi og það heldur manni gangandi.Vonum við eftir góðum fréttum i svona NOV-DES eftir niðurstöðum úr prufunum sem tekna verða 23 OKT næstkomandi og sleppum vonandi við gjafir eftir áramót
Þar sem ég var ekki með þessa blogg siðu þegar hun veikist vill ég benda ykkur á heimasiðuna hennar sem ég hef verið með siðan á meðgöngu þvi þetta er ekki einu sinni helmingurinn af hennar veikindum http://juni.barnaland.is
Hafið það sem allra best kæru vinir :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2008 | 10:08
Party,party
Góðan daginn.
Það verður sko nóg að gera hjá minni i þessari viku,það eru rétt 5 dagar i styrktarveisluna okkar en hún verður næsta Laugardag víí,,,, get varla beðið.við fórum um helgina og versluðum smá,skraut diska og dúka,bjór glös.Við höfum fengið nökkur fyrirtæki með okku án þess að byðja um það,bara boðist til þess að fá að taka þátt i þessu með okkur og við þökkum þeim æðislega fyrir.Ég og Haffi förum svo i bæin i dag og vesenast meira i þessu.Við vorum lika svo heppin að fá skemmdilega upp á komu,það er svo leyni seigi ykkur eftir veisluna hvað það er.Það var sko æðislegur bónus að fá og takk lika æðislega fyrir.Vikurfréttir höfðu samband við mig á föst og vildu endilega skrifa um þetta og kemur fréttakonan hingað á morgun og verður þetta liklegast i blaðinu næsta fim eða þarnæst endilega bara fylgjast með,einig er hægt að lesa á http://vf.is þegar blaðið kemur út.Rekningurin hefur einnig verið hér til hliðana á siðuni og mun vera áfram ef fólk vill styðja þessi góðu málefni með ökkur og þökkum þeim fyrir fram.Guðný litla hetjan okkar ætlar svo að afhenta Barnaspítalanum allan peninginn í Ókt.Kem svo með fleiri fréttir af þessu öllusaman anna hvort fyrir eða eftir verslu
Þá er komið af helginni okkar sem var bara mjög góð....
Ég og Jóna vinkona skelltum okkur i bió á fimmdudagskvoldið,það var bara mjog gott og fínt pínu óheppnar með mynd en úrvalið hér i kef er ekkert til þess að hrópa húrra fyrir,en skemmdum okkur bara vel.Ég held einmitt að við höfum bara aldrei farið tvær saman i bíó hehe,,,komin tími til.Við vorum með öll börnin 5 þessa helgina og Haffi að vinna næturvaktalla helgina.Við vorum bara með kózý kvöld báða dagana,ís og svona svo horft á fjölskyldumyndir.Haffi vaknaði um hádeigi á lau og þá var farið í bæinn að skoða bíla já og meðan ég man fékk hann nýja vinnu veiii,,, en þvi fylgir að kaupa nýjan bill svo það er allt á fullu að finna þann rétta.Svo var farið að versla i styrktarveisluna og farið út að borða með börnin á Pizza Hut.Í gær fórum við með hópin í keilu voða gaman en eitt slys þurfti að verða Elvar datt og kúla beint ofan á höndina hans áts,,.Farið var svo með hann upp á slysó þvi hann byrjaði allur að bólgna og marðist allur.Fer i myndatöku i dag en þeir hugsa að hann hafi bara tognað illa greyið.Guðny skemmdi ség bara konunglega voða dugleg bara i kerruni sinni og dansaði við músikina hehe,,algjort krútt.Í Bónus var svo farið og heim að borða góðan mat,svo ís og góða marz sósan sem ég geri ummm,bara góð.Horft svo á Dagvaktina sniltar þáttur.Á morgun er svo mánuður i stóru blóðprufurnar hennar Guðnýja og vonumst við eftir jákvæðum niðustöðum bara krossa putta með okkur.Kvefið hennar er en til staðar en hitin fór siðasta miðvikudag æ það er bara svo erfitt að vera svona kvefaður og sofa illa .
Jæja ég ætla að fara gera mig til í bæjar ferðina og ná i Haffa og Guðnýju.
hafið það sem allra best bloggarar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.9.2008 | 00:31
Fallega hetjan min!!!!!!
Mig langar að setja inn nokkra sætar andlits myndir af litlu hetjunni minni
Í trukknum hja besta pabba sínum
Með 40stiga hita samt alltaf jafn sæt
Ég og mamma gistum hja Ásdisi vinkonu mömmu:)
Jæja nú ætla ég að stopa mig maður gæti sko alveg haldið áfram.
Jesus minn maður er nottlega bara sætust er það ekki?????????
Ég ætla fara sofa mér alein i stór bólinu okkar.Haffi er að vinna til kl 8 i fyrramálið og á nætturvakt alla helgina ;( á meðan ætlum við hin 6 að hafa það gott og kózý.Guðný er öll að koma til held ég bara fór í tvo daga til dagmömmunar i þessri viku og var bara mjög dugleg.
Góða nótt og guð geymi ykkur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.9.2008 | 09:34
Klukki klukk
Jæja það er víst búið að klukka mann þrisvar,ætli maður þurfi þá ekki að taka þátt hehe,,
4.Störf sem ég hef unnið á:
Hagkaup.Flokkstjóri í unglingavinnu.Zikzak.Sjoppu.
4.Bíómyndir sem ég held uppá:
Step up 1 og 2.Bara allar dans og söng myndir:)
4.Staðir sem ég hef búið á:
Grafavoginum(uppalin)Keflavík.Grafarvoginum.Njarðvik.
4.Staðir sem mér langar að vera á núna:
París.Ny.London.Og sofandi undir sænginni minni hehe:)
4.Staðir sem ég hef heimsótt i fríum:
Kanarí.Cosda del sol.Alicante.London.
4.Sjónvarpþættir sem ég horfi á:
One tree hill.House.C.S.I.Low and order.(Stundum Bold líka hehe,,)
4.Vefsiður sem ég sækji daglega fyrir utan bloggið:
Draumabörn.net.Mbl.is.Hotmail.com.Vf.is
4.Sem ég les oft:
Verð nú bara að viðurkenna að ég les bækur voða litið búin að reyna en söfna alltaf hehe,,.En bækur sem mer finnst áhugaverðar og búin að lesa.Hann var kallaður þetta og fræðslu efni um downheilkenni og ADHD.Uppeldi og sálfræði.
4.Bloggvinir sem ég klukka:
Íris.Guðrún.Liso.Sigrun Arna
Góða stundir i dag og góða helgi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.9.2008 | 12:58
Kvíðakast
Siðustu vikur hafa verið mér frekar erfiðar,Guðný mín er eiginlega bara búin að vera veik siðan 28.Águst grrrrrrr,,.Frá þessum deigi hef ég fjórum sinum þurft að fara með hana upp á spítala og alltaf i 3 til 4 klukku tima hver heimsókn,sem er að gera mig geðveika,svo ofan á það fékk Haffi að vita að þeir gætu öruglega ekki dreigið uppsögnina til baka og liklegast yrðu fleiri uppsagnir eftir áramót.Svo núna þarf maður að hafa áhyggjur af peningum og af minu veika barnið,ég er ekki að sjá það að við getum lifað á þessum 28þusud krónum sem Guðný fær i bætur frá ríkinu ARRRGGGG.Í gær fékk ég eitt af minum kvíðaköstum sem hafa bara ekki komið upp siðustu tvo árin,eða ég hef allavega geta haft stjórn á þeim,þanga til ég missti mig i gær.Ég byrjaði öll að skjálfa og illt i hjartanu,hausin bara útum allt og mér finnst ég vera búin að vera öskra og öskra en einginn heyrir i mér nema ég.Ég náði mér svo niður og vaknaði og fattaði að ég var ekki að öskra upphátt,svo ég gerði það og við áttum gott og langt samtal i gær ég og Haffi.Ég róaðist og svona 10kg léttari.Eftir þetta fór ég yfir fortíðina mina og hugsa um min veikindi fyrir um svona fjórum árum.Ég hef ekki talað um þetta við neinn nema minn sála sem ég var hja þá og við bestu vinkonu mina,Haffa svona af og tilSvo mig langar að reyna tjá mig um þetta hér fyrst að þetta poppaði allt upp i hausnum á mér i gær.
Sumarið 2004 lendi ég i erfiðum skilnaði en samt sáttsamlegur bara þið vitið hvernin hann fór frá okkur var skít,ætla ekkert að fara út i það neitt hér.Allavega þarna var ég orðin ein 18 ára með tvo yndisleg 2 ára börn og i bæjarfélagi sem ég þekkti voða litið þá og öll min famelía i RVK nema Guðný systir,(úff bara strax farin að gráta svo þið vitið að þetta er ekki auðvelt fyrir mig að opna mig svona)Jæja höldum áfram hehe,,.Guðný var algjörlega min hægri hönd i þessum skilnaði,ég veit ekki hvar ég væri án hennar og er mjög þakklát fyrir að eiga hana sem systur.Eftir skilnaði fór margt að breytast ég vann eins og svin,vann i sjoppu á 12 tima vöktum og tók stundum nætturvaktir lika.Byrjaði að djamma allar helgar sem ég var barnlaus og þá sko none stop,mætti i vinnu kl 11,30 á föst van til 23,30 datt i það til svona 8 mætti i vinnu á samatima svo bara djamm eftir vinnu.Svona gekk rútinan min aðrahverja helgi,lendi svo i slæmum félagsskapp tek það fram að ég var bara i áfengi eingu öðru,var föst i þessu nokkra mánuði.Í Nóv 04 fór fólk að tala um að ég væri bara að hverfa og orðin af skinn og beinni,Fötin farin að hanga á manni sem er bara ekkert fallegt.Þarna fór ég að hugsa hvað ég væri að gera mér og stelpunum,ég bara vaknaði og hörfði á lífsháttinn minn hugsa um þær og vinna,djamma og drakk vatn og kál þvi ef ég borðaði eitt hvað mikið þá ælti ég.Þetta var ekki alveg heilbrigt,ég var farin að fá þessi köst og klóra min og skera mig til blóðs og bara leið mjog illa en samt alltaf ógeðslega gaman ef þið skiljið mig (allt djammið).Svo var það vigtin og ég steig á hana i nóv 04 heil 16kg farin á einum mánuði og það er ekkert djók og ég bara orðin mjög veik og mátlaus.
Eina helgina áhvað ég að vera hja m&p og ég fæ svona kast þar.Þarna leitaði ég hjálpar til mömmu minnar og hún fer með mig á Landspitalann.Við hittum þar geðlækni og komumst við af ymsu þar,hún sækir um fyrir mig á stofnum sem heitir HVITA BANDIÐ.Þangað þurfti ég svo að sækja 2 i viku i 18 mánuði.Hvita bandið gjörsamlega hélt mér á lífi var bara mitt lyf.Það var búið að reyna nokkur þunglyndis lyf á mig en ég bara hrundi niður i kg á þeim,svo ég náði að láta hvita bandið vera minn lyfjaskammdur og kenndi mér að hafa stjórn á þessum kvíða.Ég var greint með votta af Anorexíu,vægt þunglyndi og ofsa kvíða.Með Anorexíuna fékk ég bara skilirði 5 kíló á 5 mánuðum og það var fylgst með þvi.Ég náði þeim og náði stjórn á kviðanum og glórin minnkuðu og ég hætti að skera mig,og þar með fékk ég að koma 1 sinni i viku þegar ég var búin að vera i ár innlögn á hvitabandinu.Ég hef aldrei verið jafn stolt af mér og þarna.Þarna var miklum áfanga náð og bati þvi ég vaknaði og kallaði eftir hjálp
Núna erum við komin á árið 2005,hérna breytist margt.Ég kynntist honum Haffa minum,byrjuðum bara fyrst sem vinir i nokkra mánuði.Hann var að ganga i gegnum mjög ljótan og erfiðan skilnar.Þetta fór að hafa áhrif á mina heilsu og djammið og köstin fóru að byrja aftur á fullu.Sálinn minn var alltaf að segja mér að losa mig vi þetta drama og vesen i kringum hann þvi þetta væri bara slæmt fyrir mig og ég væri búin að lenda i slæmum skilnaði og hefði ekkert við það að ganga i gegnum það aftur.Ég gerði það en eitt hvern veigin vorum við alltaf komin saman aftur,við náðum alltaf eitt hvern veigin að styðja hvort annað og hjálpa.Æ sálinn minn var alltaf eitt hvað á móti honum en ég vissi bara að hún þekkti hann ekki eins og ég gerði,vinkona min vissi allt um okkur og um mín veikindi og stóð með mér i þeim en hún skipti sér aldrei af okkur þótt hun vissi að þetta i kringum hann var að draga mig niður,ég held að hún vissi bara að eitt hvað yrði gott úr okkur tveimum sam varð svo.Þið getið svo sem lesið um árið okkar 2006 i þarsiðustu færslu.
Árið 2006 útskrifaðist ég svo úr Hvita bandinu sem sigurvegari seigi ég og átti Haffi alveg góðan þátt i þvi,allt fór að birtast til.Ég gat minkað við mig vinnu og átt meiri stund með börnunum minum og ef ég fékk köst þá var hann til staðar til að róa mig niður og drykkjan fór niður i ekki neitt og djammaði edrú i nokkurn tima.
Í dag liður mér bara vel seigi það ekki það koma slæmir daga,bara eins og hja öllum.Ég komin i mina kjörþyngd,en mætti alveg styrkja mig eins og ég er að gera hehe,,.Ég þarf en i dag alveg að minna mig á það að borða þvi ég verð voða litið svöng og get alveg lifað finnt án mats,sem ég mæli nú ekkert með en herna hugsa ég pinu til hennar Guðnýjar dóttur minnar,þvi hun er alveg eins og ég matur er bara svona eitt hvað auka atriði og er það ekki gott.Eins og ég sagði áðan hafa köstin ekki komið upp i 2 ár fyrr en núna,en ég áttaði mig á þvi að þetta var kviðakast en ekki ég að deyja eða verða geðveik eins og tilfiningin er þegar maður fær þetta i fyrsta skiptið og maður buin að fara hundrað sinnum til læknis vegna hræðslu um æxli eða eitt hvað annað.
Þegar maður fær fyrsta kastið sitt og nokkur eftir það heldur maður einmitt að eitt hvað verra se að eins og ég sagði áðan.Min einkenni voru sviti i lófa,hraður hjartslátur og svimi og hausverkur.
Jæja nú er smá partur af minum veikindum komin niðrá blað set nú ekki alveg allt herna inn og það var mjög erfitt.En hey kannski getur þetta hjálpa eitt hverjum, maður veit aldrei
Árin '04´05´06 voru nú ekki min bestu ár.Ég var nánast búin að banka á dauðans dyr en þar sem ég vaknaði og kallaði á hjálp,stend ég hér sem sigurvegari i dag.Ef eitt hver hér les mina sögu og vantar hjálp bið ég þig um að gera það strax áður en það verður of seinnt.Ég veit af minni eigin reynslu að það er mjog erfitt og skammarlegt,en það er það alls ekki.Fólkið á Hvita bandinu er æðislegt og tekur ollum vel og eins á Landspitalanum
Úff þetta er búin að vera pinu erfið og löng færsla hja mér.
Kveðja Erna
Munið bara að hugsa vel um hvort annað þá blómstar ástin
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.9.2008 | 12:53
Vefdagbók Guðnýjar
Ég var aðeins að uppfæra á siðunni hennar endilega lesið og öllum meira en velkomið að kommenta hér eða á siðuna hennar.Það er svo gott að lesa þau og upplifgangi
Set lika inn styrktarreikningin hennar
1109-05-412400
kt 261085-2409
Svo er Gjafasjóður Barnaspitalans her a hliðinni
Takk,takk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2008 | 14:43
2 ára brúðkaupsafmæli
Sælt verið fólkið
Í dag er stóru dagurinn okkar,2 heil ár liðin frá þvi við hjónin giftum okkur.Á þessum yndislega deigi hefur margt skeð,amma min heitin Unnur Dagmær Katrin hefði átt afmæli og hún Guðný Ósk fékk fallega nafnið sitt þennan dag 16.Sept'07.Ég held að ég muni mjög vel eftir árinu 2006,í byrjun árs fórum við að búa saman fluttum úr Kef i Rvk.Stelpurnar byrjuðu i nyjum leikskóla og við i nyrri vinnu.Ég hætti svo að vinna og við ákvöðum svo að fara reyna að koma með okkar eigin grislíng um sumarið,en gekk það mjög brössulega.Missti ég þrisvar fóstur og þurfti að fara i eina útskröpun.Ekki var þetta auðvelt á sálina okkar svo við tókum okkur frí frá þessu,min fékk ser vinnu aftur i Águst.Við keyptum okkur svo okkar fyrstu ibúð saman og fengum við hana afhenta viku fyrir brúðkaup,svo ekki var timin mikill til að undirbúa hehe,,,.Við höfðum ruma 2 mánuði og plús að flytja lika.Brúðkaupið var svo haldið í garðinum heima hja okkur veislan og athöfnin allt á sama stað undir einu tjáldi.Vikuna fyrir brúðkaupið var búið að vera brjálað rok og litla rigningartímabilið get alveg sagt ykkur það að það var verra en i ár.Það var farið með mann i búðir allan daginn i þessa tvo mánuði,3 i hárgreiðslu og i förðun ekki alveg að skilja það en svona var þetta bara hlaup og brjálæði um allt en samt svo skemmdilegtVið fengum 75fm tjald og stóla,borð,4 hitara og parketplötur hjá Seglagerðinni svo notuðum við allan pallinn okkar og húsið.Haffi greyið og vinir hans voru i 3 daga að bera þetta allt niður og púsla þessu saman,í gjörsamlega brjáluðu veðri ekki leit dagurinn vel út þarna hehe,,og ég er ekki að grínast Haffi er nú ekki vanur að taka inn verkjatöflur en þarna fór heil dolla af íbófeni daginn fyrir brúðkaup hihi,,,Jæja þá er það dagurinn 16.Sept'06 vaknaði ég hja m&p með svona klimrandi sól framan í mér,bara æði og þarna hugsaði nú er amma min heitin að hugsa um barnabarnið sitt og gaf mer þennan fallega yndislega dag,sem ég er alltaf að þakka henni fyrir.Við stelpurnar fórum svo loks i hár og förðun á meðan Haffi var heima með m&p sinum og strákunum.Þau gerðu loka hönd á þetta allt saman á samt grillmeistaranum og Garðheimum.Gestirnir komu svo um kl 18,00 smökkuðu á víni og forrétti,athöfnin svo kl 19,00.Bjarni Ara söng innkomuna og 4 lög i athöfninni,bara fallegt mann svo vel eftir þvi að horfa yfir mannfjöldan og önnur hver manneskja skælandi haha,,sem endaði með að min byrjaði að skæla lika af gleði.Við vildum ekki svona hefbundið brúðkaup æji..svona þessi situr þarna eða stíft dæmi ofl.Bara party og allir að skemmta sér,ég held að það hafi sko heldur betur náðst.Matur var um kl 20 og kaffi og kaka um 22,svo var bara hlaðborðinu rúlað út og heil hljómsveit sett á staðin og djammað fram að nótt.Siðustu gestir fóru út um 3 leitið og farið var á barinn i hverfinu hehe,,,og ég og Haffi i brúðarfötunum fylgdu með bara gaman Tek það fram að blánka logn og sól var fra 8 morgni og fram yfir miðnæti.Farið var svo með okkur á hótel Hilton um kl 05,áttum við þar yndislega brúðkaupsnótt.Vaknað var svo svona all hressilega um hádeigið þunn og fín,gleymdun alveg að taka allt með okkur og þurftum við að ganga út i öllu dressinu.Fólk laðaðist að okku og klöppuðu og óskuðu okkur til hamingjuBARA HAMINGJA
2 vikum eftir brúðkaup komst ég svo að þvi að ég væri ólétt af henni Guðnýju okkar.Kom hún í heimin 9 mánuðum eftir brúðkaupið okkar.
Haffi minn ég þakka þér fyrir þennan fullkomna dag og væri sko alveg til í að upplifa hann með þér aftur hehe,,Elska þig þúsund sinnum,ég veit ekki hvað ég væri án þin ástin min
Jæja nú er ég hætt þetta er orðið heldur betur langt og myndrænt blogg hjá mér.Ég ætla að skella inn myndum af deiginum inn i albúmið svo þið getið skoðaða þar
Hafið það sem allra best á þessum yndislega rigningar deigi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)