22.10.2008 | 08:40
Litla hetjan min fer i aðgerð i dag
Góðan daginn allir hér var farið seinnt að sofa og litið sofið,spenningur og kvíði alveg að gera sig hér.Guðny var alltaf að vakna sem betur fer fyrir klukkan 4 þvi eftir það þarf hún að vera fasatandi sem er mjög erfitt,búin að taka cheerios pakkann i burtu úr skápnum og kexið hehehe,,,,og engin peli eða kanna sjáanlegt á þessum bæ.Svæfingalæknirinn gefur okkur svar á eftir hvort aðgerðin verði framkvæmt i dag vegna hálsbólgna og veirupesta.Ég er alveg með hjartað i maganum og magan i buxunum hehe veit ekki hvernin ég á að orða þessar hræðslu min en þetta verður pice of keik Vonandi fer bara svæfingin vel i hana,veit að mömmu hjartað mitt verður ekki stórt þegar hún fer fram samt búin að þurfa fara með börnin min 3 i aðgerð á þessu ári og aldrei verður þetta auðvelt
Jæja vildi bara koma með smá færslu áður en við leggjum i hann i bæinn.Hugsið til okkar,hafið það sem allra best i þessu snjókomma veðri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.10.2008 | 16:41
Hún á afmæli i dag hún mamma mín....
Hún á afmæli i dag,hún á afmæli dag,hún á afmæli hún mamma,
hún á afmæli i dag víí
Innilega til hamingju með daginn elsku besta mamma min njótu dagsins vel Kveðja Dóttir,tengdassonur og barnabörn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.10.2008 | 23:30
Viskí röddin alveg að gera sig hjá Guðnýju
Jæja þá er röddin hjá minni alveg farin gengur hér um i dag syngjandi alveg ramm fölsk hehe,,,gargar en ekkert heyrist fjuff..Augun rauð og hor i nös eitt hvað byrjað að malla i henni finnst mér.Annars var hún með hálsbólgu og veirusykingu á fim siðasta kannski er það bara sjást og heyrast i henni nuna fyrst.Aðgerðin hjá henni er svo eftir sirks 2 daga þar eð segja ef henni versnar ekki,doksin hringir i mig á morgun til að ath hennar heilsu.Ohhh,,,,,ég vona svo ynilega að hún komist því það er bara hræðinlegt að hlusta á hana i svefni,hún er bara á öndinni eins og dr sagði þetta jarðar við súrefnisskort hjá henniSvo er hún lika bara alltaf full af slími hann tekur þessa blessaða nefkirtla úr og skoðar eyrun i leiðinni til ath hvort hún þurfi rör.Við fáum svo að hitta Ásgeir aftur næsta mán og þá verða stóru blóðprufurnar teknar svo tekur við löng og leiðinleg bið eftir niðurstöðum 4-6 vikur :O(Guðný er en á sveppalyfinu 19 dagar eru liðnir frá þvi hún fekk þetta lyf og nokkrir dagar eru til viðbótar,batinn er fyrst að sjást á henni núna loksin,loksins.Úff jæja verð að fara hún er að vakna núna i svona 6 skiptið siðan um kl 20,sé langa nótt framundan.Haffi er svo að ná i tengdó upp á flugvelli og ætla þau að gista hjá okkur :)
Ætla leifa ykkur að njóta þess að horfa á hetjuna mina...
Alltaf svo lífsglöð vonandi eruð þið það lika :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2008 | 23:41
Ég bara verð að vera eins og allir hini hahaha,,,
Góða kvöldið allir bara Laugardagskveld
Hey já eins og ég sagði þá ætla ég að herma eftir öllum synist mér og er komin með FACEBOOK.Veit ekki af hverju kann ekkert á þetta en lærist og langaði að prufa Ef þú vilt adda mér þá er þetta linkurinn minn http://facebook.com/profile.php?id=1105181426
Var lika að setja inn myndir hjá tviburunum minum http://januar.barnaland.is kikjið á sæturnar minar
Annars liður mér bara vel engar svona rússibana tilfinningar í nokkurn tíma núna sem er bara ágætt,gott að fá smá frí frá áhyggjum veikinda og fjármálum.Ég er samt að fara finna mér aftur tima til að vinna aðeins i minum réttindum frá Tr vegna Guðnýjar og Petreu og einnig gera tilraun nr 2 að sækja um skólann eftir þessa önn fyrst að þessi fór svona hjá mér,reyndi þrisvar en hún varð alltaf veik og ég koms ekki i viðtal og þá eitt hvern veigin kemur vonleysin upp hjá manni og ekkert gerist.Mér finnst einkaþjálfuninn sem ég hef verið að mæta i núna á hverjum deigi alveg bjarga mér og lyfta mér upp.Maður verður nú aðeins að fara styrkja sig eftir þessar tvær meðgöngur og 3 börnum ríkari.Ég tek mér núna frí í smá tima frá þjálfuninni því hún eignaðist litinn dreng i dag,til hamingju Helga min.En verð að vera bara dugleg sjálf við að gera æfingar hér heima og út i göngu næstu vikur.Ég hef lika verið að hugsa um að hætta blogga hér veit ekki af hverju en er að hugsa Þetta hefur alveg verið að hjálpa mér en ég er bara ekki sú besta að tjá minar tilfinningar skriflega :O(
Takk fyrir öll vina knúsin sem ég hef fengið bara æði
Bestu kveðjur Ernan
Bloggar | Breytt 19.10.2008 kl. 01:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2008 | 10:34
Góðar og hræðinlegar fréttir :) ;(
Góðan daginn allir thank god fyrir Föstudaga,öll helgin framundan
Í þessari viku er bara búið að vera nóg um að vera læknar,fundir,útrétta og heimsóknir svo má ekki gleyma einkaþjálfuninni sem er bara topurinn á deiginum.Í dag ætlum við i hitt húsið okkar að skipta um perur og þurka aðeins af og fá svona aðeins betri lykt inn.Það ætlar fólk að koma skoða i dag og vonandi fer hún bara.Strákarnir hans Haffa koma svo i kvöld við ætlum að eyða helginni með þeim og stelpunum :)Eins og þið sjáið á upphafsinnlegnum hjá mér þá er ég með bæði góðar og slæmar fréttir að færa.
Ég ætla byrja á góðu fréttunum :)
Skoðunin hjá hetjunni minni siðasta Mið kom bara vel út á rúmum tveimum mánuðum þyngdist hún um tæp 700gr er orðin 9770gr 80cm höfm 47,5.Mér finnst þetta bara frábært hjá henni ekki hægt að byðja um það betra.Ég bjóst við meiri aukningu þvi hún er búin að vera svo dugleg við að borða en ég er bara ánægð með þetta þvi aukning varð,ekki stóð i stað eða léttast.Sveppalyfin voru framlengt um viku og snúllan min með hálsbólgu og VEIRUSÝKINGU NR ÞÚSSSUND á þessu ári öruglega Það kom allavega skýringin á þessum pirring i henni og ef hún fær hita eigum við að koma aftur.Aðgerðin er svo i næstu viku vonandi verður hún bara búin að hrista þetta af sér fyrir hana þvi annars verður henni fresta.Ég þurfti svo endilega fá kvef og hita i gærkveldi hnerra eins og vitleisingur með hor i nös
þá verður nú gaman hjá manni að þrifa upp i húsi pirrrr....
Þá eru það slæmu fréttirnar ;O(
Amma hennar Guðnýjar i föðurætt hefur verið mikið lasin i gegnum árin og bara ótrulegt að sjá hana ganga svona um alltaf voða glöð og hress að sjá.Hún hefur fengið krabbamein í nánast öll lífærin sín og búið er að taka megnið af þeim i burtu.Fyrr i þessum mánuði sögðu þau okkur að hún væri að fara i rannsóknir vegna verkja og slappleika.Við fengum þær fréttir i gær að hún væri að koma suður eftir helgi og fá krabbameinssprautu þvi hún greindist með krabba i Lifrunum Þetta er nátturulega bara hræðinlegt og byðjum við til guð að allt fara á sinn besta veg og að hún komist yfir þetta og bara við öll.
Við kveikjum á kerti fyrir hana.Elsku amma látu þér liða vel
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.10.2008 | 11:28
Einn og hálfur tími
þanga til að ég næ i skvísuna mina og við förum til læknis i RVK.Spenningurinn er orðin svo mikill að ég er farin að naga á mér gel neglurnar hehe,,,.Það er svo langt siðan hún var vigtuð siðast 25.Águst sl,svona langur tími hefur bara aldrey liði það hlítur að vera bara jákvætt búin að fylla upp i rassin sinn og kinnar.Kikja þarf á sveppalinginn i muninum hennar og ætla ég byðja um að láta skoða i eyru.Hún var svo pirruð i gær eftir dagmömmuna og alltaf að pota i eyrun sínn.Ég lét hana svo i rúmið sitt og hún bara gólaði þegar hún lagst niður hummm,,,veit ekki kannski bara frekja i minni en betra að vera bara viss þau eru svo spes þessi börn.Við mæðgurnar ætlum svo bara að dúlla okkur i bænum.
Vonið bara fast með okkur að góðar tölur komi hjá henni .Ég skal og get komið með góðar fréttir af þessari læknisferð....
Við skelltum okkur svo á róló sl Laugardag með Ásdisi og Mána i góðaveðini.Og mömmurnar náttúrulega eins og geðsjúklingar með myndavélarnar útum allt af þeim krúttunum að leika.Hér kemur smá sýnishorna af þeim vinum saman..
Komum að renna saman :)
Víí sá sko um þetta alveg sjálf :)
og ég lika hehe,,við erum orðin svo stór :)
Passið ykkur ég er að koma að renna :)
Sætilingur ég er :)
Veiii ída mér :)
Omg fallegust sko,gaman að sjá hana með rauðar kinnar :)
Haha sætust alltaf að kissast og leiðast :)
Jæa orðið fint hja mer vonandi eigið þið jafn góðan dag og ég ætla mér heyrums....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.10.2008 | 20:50
En og aftur fáránleg heit hjá TR :(
Góða kvöldið allir...
Ég hef verið að seigja ykkur frá sveppó sem Guðný er búin að vera með siðan 2.Ókt.Þennan dag kaupi ég sveppalyf sem heitir Mycostatin heildar verða um 5000kr,ég borga um 1300kr vegna lyfjakorta sem hún er með.Hún er búin að vera á þessu núna i meira en viku og ekkert var að gerast nema bara aukast.Læknirinn hennar setur hana i dag á Diflucan i 3 daga,heildar verð 6939kr og ég borga 6592kr fyrir þriggja daga skammd halló.Hérna fæ ég bara 347kr i afslátt þvi tr borgar ekki þetta sveppalyf svo umönnunarkortið er bara tekið i gilti hér.Þetta þykkir mér mjog fáránlegt,seinna lyfið er strekara og dýrar þannig að mér fyndist að TR ætti frekar að borga með því heldur en með fyrra lyfinu.Lyfjasalinn var mjög sammála þessu og vildi fá að hringja i TR og benda þeim á þetta,einnig ath hvort við gætum fengið kort sem væri fyrir öll lyf.Tr nefndi ekkert merkilegt um það af hverju þetta væri svona en vildu endilega að ég myndi tala við hennar lækni um að gera aðra umsókn um lyfjakort frá og með þessum deigi svo ég fengi þetta sveppalyf endurgreitt og afslátt á öllum lyfjum á hennar nafni.Æji ég veit ekki kannski ekkert merkilegt að benda fólki á þennan galla eða kannski bara vitleysa i mér að vera svona hneyksluð yfir þessu hvernin TR vinnur hlutina.Ég ætla bara vona að þetta dýra þriggja daga lyf dugi henni og virki vel því ég á ekki efni á fleirum lyfjum sem TR borgar ekki með í fyrir hana.
Þetta fallega bros og þessi fallega hetja heldur manni alveg gangandi
Ps búin að setja inn fullt af myndum á siðuna hennar http://juni.barnaland.is
Kveðja Ernan :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2008 | 11:48
Þetta blessaða KREPPUTAL!!!!!
Ég sver það maður getur hvergi verið án þess að heyra fólk ræða um kreppu eða ''já varstu búin að frétta að króna veiktist i dag,eða er hún bara fallinn eða''KRÆST maður fær ekki einu sinni að vera i friði heima hjá sér.Ég vil nefnilega sem minnst tala um þetta eða skipta mér af þessu.Þetta tregur mann svo niður og maður fær bara kvíða,ég seigi það ekki ég hlusta af og til á fréttir bara til að vera ekki alveg útúr hehe,,,.En ég og stjórnmannamál pössum ekkert voðalega saman,er ekkert að skilja hvað þessir misslukuðu menn eru að bulla um Þetta er meira segja farið að hafa áhrif á 15mánaða gamla dóttir mina hehe,,,ég var að flétta frétta blaðinu núna i vikunni og nottlega þingmenn á hverju bréf snipli i blaðinu.Án grins krakkin bendir blablabla,blabla í hverji fléttingu á blaðinu sem er bara nokkuð rétt hjá henni þeir seigja bara eintómt blabla svo þjóðin fái að vita sem minnst
haha hún fylgist sko vel með þessu.Ég gekk svo i gegnum Kringluna i gær eða má seiga hljóp lá við að ég myndi halda fyrir eyrun og singja lalalala,,,Önnu hver manneskja sem var stop JÁ ISLAND BARA AÐ RÚLLA Á HAUSIN,DAVIÐ ÆLTI NÚ ÓVART EITT HVERJU UPP ÚR SÉR OG ÞAR MEÐ FÓR ALLT TIL FJANDANS!!!!!!Er þetta djók eða svo gengur maður framhjá bönkum,maður bara heppin að vera bara ekki handtekin eða bara hreinlega hent út stórvaxnir öryggiskallar i öllum hliðum isss,svona á þetta ekki að vera á litla Islandi.Ég setist svo inn á biðstofu hjá augnlækninum hennar Petreu og þar var ritarin með útvarpið i botni að hlusta á blaðamannafundin.Þarna langaði mig mikið til að ganga og slökkva á þessu garrrrrggggiii........
Af hverju er ekki hægt að ræða eitt hvað annað og SKRIFA um eitt hvað annað,þá myndi kannski liggja eitt hvað betra yfir landanum.Ég get alveg sagt það ég fæ að finna fyrir kreppunni með tvö hús annað búið að vera á sölu i ár nuna i okt.Tvö bila fullt hús af börnum og aðeins ein kemur með almennilega tjekur hingað inn þvi við erum með langveikt barn sem þarf mig oft heima.Ég helt að ég geti alveg sagt ekki heyrir fólk mig kvarta yfir kreppu!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Jæja nú er ég búin að ibbast nóg yfir þess og hvet fólk til að minnka talið um þetta takk fyrir ég er farin i ræktina
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.10.2008 | 22:57
Tönnslunar okkar
Við mæðgurnar þrjár fórum semsagt til tannsa i dag,sem er ekkert alveg i minu uppáhaldi.Ég á rosalega slæma lífsreynslu af grunnskóla tannlækninum minum.Honum fannst mjög gaman að brjóta og bramla i mér tennurnar þrátt fyrir að ekkert væri af þeim og klínti silfri i allar tennurnar sem var algjörlega óþarfi.Ég var litið sem ekkert deyfð þegar hann var að vinna i mér og draga þær úr,svo i dag er ég bara drullu hrædd við tannlækna.Þetta er algjörlega min fóbía,ég fæ bara hroll um mig við orðið tannlæknir og sjá þennan kríppi stól .Sem betur fer erum við með góðan tannsa i dag en mér er samt ekkert alveg sama sko,hann veit alveg hvernin ég er og hann leiðir mig i gegnum þetta eins og hann gerir við börnin hehe,,og þarf að vera snöggur að kripa mig á biðstofunni þvi annars geng ég út.Eins og hann sagði í dag þá voru stelpurnar duglegri en ég og hann var bara að skoða,hreinsa og taka myndir af okkur.Sem betur fer vorum við ekki með neinar skemmdir en hann kom ekki með góða fréttir fyrir mig,ég þarf að fara i tveggja tima aðgerð á 4 jöxlum sem eru lengst niðri og snúa öfugt svo þeir komast ekki upp
Vanalega tekur þetta bara svona ein tima og maður er bara vel deyfður,en vegna þess hvernin ég er ætlar hann að gefa mér eina góða róandi og taka góðan tima i þetta og hvíla mig inn á milli.Ekki var þetta ódyrt i dag 25þú kall og aðgerðin 50-70þús takk fyrir og ég i miðri kreppu.En af því þetta getur haft slæmar afleiðingar ef ég geri ekkert i þessu tildæmis skemmt allar hinar og valdið sýkingu ætla ég að vera ykt sterk og dugleg og skella mér i þennan ógeðslega stól seinna i mánuðinum og rífa þetta allt úr mér.Hann lika algjört æði vill helst fá að gera þetta út af afleiðingunum samþykkti hann að ég myndi bara henda inn á hann reglulega peningum
Stelpurnar aljörlega mina hetjur lágu bara þarna og hlógu,spurðu svoleiðis spurningarna og fygldust með i speigli.Það þarf alltaf að skorufylla hjá þeim reglulega vegna þess að þær eru svo svakalega djúpar hjá þeim og þá er nefnilega meiri moguleiki á skemmdum en ekki ef þetta er gert reglulega.Petrea er lika með svo mikla skúffu og vitlaust bit að tannsinn þarf af slíppa ofan af þeim líka reglulega .Svo er ein fullorðins tönnin hennar dáin vegna slysa sem varð þegar hún var um 2 ára,svo hun er þvi miður alveg gul.Hann vill ekki laga hana strax vegna aldurs og það getur orðið pinu langt ferðalag fyrir hana að vera láta hvíta hana eða láta plast tönn,svo við bíðum bara...Ég er ekkert smá stolt af þeim þetta eru sko duglegustu stelpurnar mínar:)Svo á morgun er en ein læknistímin Petrea fer i sina reglulega skoðun hjá augnlækni vonum bara að gott komi úr því og sjónin á fullri leið upp eftir aðgerðina i Mai siðasta.Guðný fer vonandi i vigtun lika og ég er en að biða eftir símtali frá hjartalækninum hennar vegna kirtlatökunar sem hún mun fara í bráðlega..
Ef eitt hver hefur reynslusögu fyrir mig af svona aðgerðum þá plísss tjáið ykkur i athugasemdir hjá mér :) Er ready i að lesa ykkar reynslu takk...
Hafið það gott og góða nótt allir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2008 | 23:05
Pínu update af okkur..
Jæja komin tími á smá blogg
Lítill timi hefur verið til þess að sitja fyrir framan tölvuna og skrifa,bæði mikið að gera og þreytta þvi það er svo mikið að gera,sem er bara fint þá situr maður bara ekki hér heima og hugsar of mikið hehe,,,.Siðan Haffi startaði sinum sjálfstæða rekstri i siðustu viku er nóg búið að vera gera fyrir mig að útrétta og svona.Ég er einnig að fara vera með minn rekstur hér heima við sem er bara gott út af veikindunum hennar Guðnýjar.Eitt hvern veigin verður maður að búa til peningana þegar maður er með langveikt barn hér heima fyrir ekki styður ríkið mann til þess að maður geti verið heima með barnið sitt.Ég ætla fara læra neglur og gera eitt herbergið hér af svona lítillri snyrtistofu,lyst ykkur ekki bara vel á þetta hjá mér ????.Vona bara að ég fái braðlega pening til að starta þessari vinnu minni svo við förum nú ekki algjörlega á hausin i þessari kreppu
Guðný fór loks til dagmömmunar i gær eftir gott veikinda frí og við hjónin skelltum okkur i RVK i búðir að finna snjógala á liðið en ég fann enga búð sem átti i þeirra stærðum bara Guðnýjar.Við fundum ein flottan i Indersport kostaði helling 8000kr takk fyrir pent,en seigi ekki hann er mjög sniðugur bæði regngalli og snjó og mjog þykkur og hlír.Farið var lika i Korputorg (verð nú að seiga að þetta verslunarhúsnæði er frekar illa hannað fleiri fleiri kílómetrar liggur við i næstu búð og maður þarf að fara út og ganga milli búða)Allavega þar var loks splæst i gluggatjöld i húsið okkar,reyndar bara i herbergin þvi ekki var til i stofu eða eldhúsið mitt.Mig langar lika að reyna fá eitt hverjar ógeðslega flottar hér fram svona þegar maður á efni á þeim.Morgun ætla ég svo að fara loks i ræktina til hennar Helgu maður er búin að vera i alltof löngu fríi frá þvi og lika komin tími á að fara hitta vinkonurnar enda er ég búin að vera pínu innilokuð hér heima með prinsessuna mina,kannski að maður kikji eitt hvað á tjúttið næstu helgi Ég þarf lika að vesenast i bænum finna úti föt á tvibbana,útrétta og við þrjár til tannsa sem ég er ekkert voða spennt fyrir ''HATA TANNLÆKNA''(sem betur fer er aldrei skemmt hjá mér) og skvisan til læknis i vigtun þvi hún var ekki vigtuð upp á spítala i siðustu viku.Sveppasýkingin hjá hetjunni minni er ekki orðin góð og lyfin eru ekkert að virka
þetta hefur bara aukist og er komið núna i munnhol og á kynfærin hennar :(Ég talaði við lyfjafræðing i dag,sagði hann að þetta ætti ekki að ske en min er bara svo séstök að henni tekst að toppa allt.Sagði mér að hafa samband við hennar lækni og fá eitt hvað sterkara jafnvel bara sýklalyf fyrir litla skinnið æji þetta er ekkert gott held ég að fá svona þau hljota að finna eitt hvað til i þessi ???
Allavega þá verða næstu dagar svona á þeytingi útum allt og eyða peningum hehe.Þannig að ég verð öruglega eitt hvað litið hér en læt heyra smá i mér svo ekki hætta lita við þar að seigja ef eitt hver litur hér við hjá mér
Endilega vera dugleg að kvitta það er svo gaman og gott að lesa þau og sjá hverjir eru að fylgjast með.....
Ég er lika búin að vera reyna setja inn myndir bæði á bloggið og myndaalbúm en þær koma aldrei,ég er að verða gráhærð út af þessu.Svo ég spyr eru fleiri að lenda i þessu sama og ég ???
Kærleiksknús á alla :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)