28.7.2009 | 21:06
Smá fréttir af hetjunni minni :)
Hæhæ allir við hér erum bara búin að vera sem mest að njótta veðurblíðunar og vera saman sem fjölskylda :)
Guðný er eiginlega bara búin að eiga tvo góða mánuði á þessu ári án veikinda.Það var Mars á meðan við vorum út i Noregi,svo núna Julý mánuður.Við vonum bara svo innilega að hún sé að ná sér og að hún sé að nota mótefnin sem hún er búin að vera fá siðastliðið árið...
Ég var búin að seigja frá þvi að við þurftum að byrja aftur hjá dr Lútheri meltingalækni í endan Mars vegna gruns um að Bakflæðið væri að koma upp aftur:(Hann setti hana á lyf sem virka alveg fint á hana,synir það að eitthvað er að angra hana.Við hittum hann i Julý,núna á hun að taka sma pásu fra þeim og byrja aftur ef mer finnst hun vera breytast aftur.Litla hetjan min á svo að fara i magaspeiglun i Des og fleiri rannsóknir.
Skvísan er núna að klára sterameðferð á pústi eftir mikið kvef,hósta ofl i Juni...Hún fór i tvær myndatökur sem syndi bólgur i lungum og i brjóstkassa...Hjálpaði þetta henni mikið loksins þegar eitthvað var gert við þessu hjá henni:)
Julý mánuður er sko búin að vera æði hjá henni,engin veikindi eða neitt love it og við ætlum að njóta þess i botn.Skvísan búin að vera borða vel og stripast úti á bleijunni hehe,,orðin brún og sæt eins og við öll
Við eigum svo að hitta dr Ásgeir 17 Águst og þá forum við i stóru blóðprufurnar og krossum við bara putta að þær komi góðar út :)
Hafið það sem allra best og við ætlum sko að gera það lika
Love Erna
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Æði að júlí mánuðurinn hefur gengið rosalega vel. Vonandi að það haldi bara áfram :O)
sandra Dís (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 08:10
Æðislegar fréttir, vonum að það haldi áfram svona gott og gangi vel. Þið eruð á bænalistanum mínum áfram og verðið þar . Knús og kram til ykkar með miklum kærleik
Aprílrós, 29.7.2009 kl. 09:41
Takk fyrir kveðjurnar :)
Erna Sif Gunnarsdóttir, 29.7.2009 kl. 10:43
Kærleik til þín elsku knúsin mín.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.7.2009 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.