3.3.2009 | 14:54
Segulómun á heila ofl...
Sæl öll sömul...
Mig langar að byrja á því að monta mig yfir hvað hetjan min er búin að vera hress undafarna viku jeijei...Og 7,9,13:)Guðný er bara búin að vera hress frá þvi hun fór i siðustu lyfjameðferð um miðjan Feb sl.Það er ótrulega gaman að geta gert hvað sem er og farið hvert sem er,þvi það getur maður ekki gert oft með svona veik börn alltaf.Hún er en pinu með hvepalink enda en með þessa sykingu sem tekur svo langan tima að fara úr.Siðustu tvo mánuði erum við búin að vera mikið innilokuð i einangrun nánast,svo það er bara æði að vera aðeins laus nuna...Við eru bara búin að njóta þess að gera skemmdilegt með börnunum og fá smá tima útaf fyrir okkur tvö
Ég var vist búin að lofa að koma með færslu um annan tviburann hana Petreu,en hef bara ekki komið mér i það og ætla reyna núna........Við fæðingu átti Petrea min mjög erfitt og líf hennar mjög tvísýnd.Hún er fædd 6 vikum fyrir timann og tæp 10 merkur sem ég tel bara mjög gott miða við systur hennar sem rétt náði 7 merkum.Petre min dó i fæðingu eins og lækna seigja en þeir náðu að endurlifga hana sem betur fer,Lungu féllu saman og fékk lugnabólgu og þurfti syklalyf i æð i 4 vikur......Ári siðar lamast Petrea fyrir neðan mitti og tók þar við löng rannsókn inn á Barnaspitala en ekkert fannst nema sökkið i blóðinu var og hátt.Hún jafnaði sig svo á þessu á nokkrum dögum,en þetta kemur fyrir árlega en samt ekki eins alvarlegt og fyrstu tvö árin.Við tókum eftir þessu alltaf þegar kólna fór i veðri og hun verður alltaf mjög lin i öllum útlimum á veturnar,en minna yfir heita timann...Læknar sögðu hana með barnaliðamótagigt og sett i Sjukraþjálfun og Iðjuþjálfun...Hún er búin að standa i henni siðan 2006 og er ekkert orðin betri,eiginlega bara afturför hjá henni;(Hún er eftir á i hreyfiþroska og i málþroska en alls ekki i félagslega eða við námið.Siðan i Okt 08 til Jan 09 hafði hun létts um 6 kiló sem er bara hræðinlega mikið.Þá fór ég og talaði aftur við hennar lækna lið og nyjalækna.Nýjulæknunum fannst bara hræðinlegt hvað ekkert er búið að gera fyrir okkur nema endalaus sjukraþjálfun því stulkan þarf betri stuðning en það og fá greiningu hvað sé að.....
Þeirr eru búnir að seigja mér marga möguleika en mér finnst þeirr allir svo hræðinleigir að ég hef eiginlega bara verið að blogga þetta út..Það sem þeirr telja gæti vera að barninu minu er Taugasjukdómur,Vöðvasjukdómur eða Hrörnunarsjukdómur á vægustigi og heilaskemmt eftir fæðingu..Að heyra þetta er búið að vera mjog erfitt en við vonum það besta og einhvað gott komi út úr þessu
Við verðum i tvo daga inni á Barnaspitalanum i næstu viku með bæði börnin okkar;(Guðný fer i lyfjagjöfina og Petrea i tveggjadaga rannsóknir,núna verður bara allt rannsakað sem hægt er að rannsaka..Ég veit allavega að þeirr ætla að gera Segulómskoðun á heila og myndir af mænu og taka vökva svo ristilspeiglun og magaspeiglun...Í þessu þarf hún að vera svæfð sem ég er eiginlega bara feigin og léttir pinu á....Úfff ég er farin að finna svo mikið til með henni en hún er svo sterk þessu duglega stelpa mín.Ég hugsa að mömmunum finnst þetta alltaf verra en börnunum....
Jæja ég seigi þetta gott i bili og læt fyrlgja myndir af Öskudeiginum,þar sem tvibbarnir vöru Þyrnirós og Guðný Álfaprinsessa..
Algjörar snúllur:)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ohh hvað þú átt sætar stelpur :o)
Gott að heyra með hana Guðnýju hvað allt er að ganga aðeins betur hjá henni, enda kominn tími til ;o)
Vonandi ná þessir læknar að finna hvað er að henni Petreu, ekki gott fyrir hana að vera svona lin á veturnar, sérstaklega þar sem það er svo lengi kalt á Íslandi.
gangi ykkur ofsa vel á spítalanum elsku Erna mín.
Knús og kossar
Jórunn í DK
Jórunn (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 16:22
Veistu elskan mín ég segi bara þú ert duglegust, þetta er ekki auðvelt.
Sendi þér og þínum ljós og kærleik
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.3.2009 kl. 19:32
Takk,takk sætu minar :)
Þetta er ekki auðvelt en samt vissur léttir að eitthvað er verið að gera loksins..Ég er búin að vera berjast með hana Petreu siðan 2003 og fékk alltaf sömu svörin,,en þau eru bara ekki að virka og ekki hægt að hörfa upp á barnið vesnast svona upp:(
Koss.koss og knús
Erna Sif Gunnarsdóttir, 6.3.2009 kl. 00:26
Sætar snúllurnar þínar.
Gott að einhver er að fara vinna í málunum með Petreu og vonandi bara að allt fari að óskum. Ég tek undir með að þu ert duglegust þvi þetta er als ekki auðvelt.
Knús og kram í kotið þitt ;)
Aprílrós, 12.3.2009 kl. 11:34
Vill senda ykkur risa knús.
Þú ert svo dugleg og sterk! :) algjör hetja.
Vonandi finnst hvað er að hrjá Petru.
Knús á ykkur öll Erna mín
Íris Dögg (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.