6.11.2008 | 17:56
5. Nóvember
Góðan daginn þar sem það var nóg um að vera hjá mér i gær náði ég ekki að skrifa þessa færslu og langar mig aðeins að tala um daginn i gær og þennan dag fyrir ári siðan.Þessi dagur 5 Nóv mun alltaf vera okkur mjög minnisstæður,fæ svona pinu sting i magann þegar það liður á þessum deigi.Æji,,,ég veit ekki kannski er ég svona hjátrúafull eða bara hræðsla um að eitt hvað annað hræðilegt komi fyrir á þessum deigi 5 Nóvember.....
Ég ætla að byrja á deiginum i gær,litla hetjan min fékk loksins að fara i aðgerðina i gær.Við erum buin að vera hér heima i einangrun í viku samkvæmt læknisráði og villingurinn minn náði sér samt i svaka kvef við og doksi vorum ekkert ánægð með það.En ákvorðun var tekin og setja aðgerðina i gang,sýklalyf i æð fyrir hjartað og 5 daga sýklakúr svo hún fái ekki sýkingu i sárið.Þetta gekk bara allt súper vel i gær,hún pinu vælin og vildi litið borða en mér til mikillra ánægju drakk hún mjög vel.Hún vaknaði mjög illa og litið pirruð út i plásturinn sem var á höndinni,eftir lyfjameðferðina i sumar þolir hun ekkert sem er fast um höndina sina.Hun vaknaði tvisvar i nótt sem er bara mjög gott miða við 10-20 sinnum,vona bara að nætturnar fara róast hjá okkur.Kirtlanir vorum bara nokkuð stórir og ég held bara svei mér þá að hann hafi tekið kvefið lika hehe,,,,:).Dr Ásgeir bjallaði i mig á þri var að ath hvernin vinkona sin hefði það og tjáði honum bara að hun væri ekki nógu góð og væri bara að gefast upp á þessu.Hann vill hitta okkur næsta mán og byrja aftur á sýklameðferð i eitt hverjar vikur,Guðny fór i þessa meðferð i April i 6 vikur og þetta virkaði ekki neitt...Svo hann vill reyna á þetta aftur og liklegast setja mótefnisgjöf inn á Barnaspitala aftur i gang i Des.Við sem vorum komin sterklega á það að þessar 3 gjafir væru að duga,og myndum sleppa i vetur en auðvitað er eg feigin að þetta sé gert ef þess þarf,þvi þetta hjálpar og maður vill allt til að hjálpa börnunum sinum.Svo veturinn litur ut fyrir lyfjameðferð 3 vikna fresti i 4-6 tima inn á spitalanum en þetta er ekkei það versta litum bara á þetta sem lifsreynslu og stund með henni...
5.Nóvember fyrir ári siðan var ekki okkar besti dagur Guðny rúmlega 5 mánaða og veiktist,ekki i fyrsta skiptið en i fyrsta skiptið alvarlega.Nokkrum dögum fyrir breytist hennar venja,aður fyrr gat hún sofið allan sólahringin og drakk brjóstið.Viku fyrir 5 nóv svaf hún ekki ein lúr i 7 daga og drakk litið sem ekkert.Ég fer með hana á heilsugærsluna mina og þaðan var ég send beint niðrá bráða á spitalanum,þar voru teknar blóðprufur og tók margra klukkutima bið.Nokkrum timum seinna var okkur upplýst að hún væri að þorfna upp,þyrfti að leggjast inn og fá töluverðan vökva i æð.Eftir smá tima kom i ljos að Lifrin hennar væru ekki að vinna rétt sem var bara mikið sjökk og mjólkin min nánast fór,svo fékk ég ekki þessar fréttir neitt skemmtilega i andlitið og sá læknir sem kaspraði þetta á eftir mér vill ég aldrei sjá aftur,ég fæ alveg hroll þegar ég sé hann....Þegar þessi blóðprufa kom fram var ákveðið að taka fleiri þvi það geta verið milljón ástæður fyrir Lifrabólgu og dvölinn okkar var 5 dagar allskona prufur og rannsóknir.á 5 deigi fengum við að vita að barnið okkar er með hjartagalla (sem við vissum af)Einkerningarsótt (sem réðist svona svakalega á Lifrin)Mjólkuróþol og fæðuofnæmi....ónæmisgallinn kom svo ekki i ljós fyrr en i Mai sl.Þetta var allt mjög stór biti að fá og þetta tók hana 8 vikur að jafna sig þvi hún var alltaf að fá eitt hverjar sýkingar ofan í þetta og neitaði að borða og drekka svo nokkrar ferði voru til að fá vökva i æð....Petrea er svo að byrja aftur tvisvar i viku i sjukraþjálfun svo það er sko nóg að gera i þessu á þessum bæ hehehe,,,,,
Þennan sama dag fyrir ári fengum við símtal á meðan við vorum með barnið inn á spitala,um að bróðir mömmu minnar hafi látist i vinnuslysið sem var bara hræðinlegt.Ég náði samt eitt hvern veigin ekki að syrgja á þessari stundu þvi hugurinn minn var allt annarstaðar,ég skammaðist min pinu fyrir það en minn sorgarferill kom seinna og var vel tekið á honum þegar hann brástst út.Ég get alveg sagt að hans er saknað þótt ég hafi ekki mikið séð hann á minum eldri árum þvi hann flutti erlendis,en var mikið i uppáhaldi þegar ég var unglings stelpa...Á meðan spitalavistinni stóð var lika minningarathöfn og jarðaför,Þær á spitalanum svo mikið æði og léku sér að henni á meðan og pössuðu hana vel.Í minningarathöfnini var beðið fyrir Guðnyju sem mér fannst mjög gott og róandi,ég veit sko vel að hann Rabbi fylgir henni vel og passar......Og vonandi á betri stað og að þér liður betur elsku Rafn minn......
Jæja ég hef ekki tima til að skrifa meira i bili en eins og þið sjáið þá er þetta ekki alveg minn besti dagur :)
Hafið það sem allra best i bili.
Athugasemdir
Hæhæ
MIg langaði bara að senda þér stór knús- þú ert ekkert smá dugleg. Ég skil vel að 5.nóv sé ekki besti dagurinn.
Vonandi á þetta allt eftir að ganga vel. Ég fæ að fylgjast með áfram
kær kveðja frá århus
Harpan
Harpa Sigmarsdóttir (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 18:37
Elsku Erna mín,
alltaf fæ ég sorg í hjartað þegar ég heyri hvað hún Guðný hefur gengið í gegnum mikið á sinni stuttu ævi.
En ég hugsa mikið til ykkar og vona að aðgerðin og meðferðirnar munu hafa góð áhrif á líðan hennar Guðnýjar.
Sakna ykkar
Baráttukveðjur Jórunn
Jórunn (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 17:06
Takk æðislega stelpur minar
Love á ykkur
Erna Sif Gunnarsdóttir, 8.11.2008 kl. 17:57
Skil þig ofur vel með 5 nóv. Guð veri með ykkur og verndi.
Kveðja Guðrún Ing.
Aprílrós, 8.11.2008 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.