28.10.2008 | 17:06
Barnaspítalinn i gær...
Góðan daginn allir við fórum semsagt að hitta dr Ásgeir okkar i gær.Hann var bara nokkuð ánægður með hana góðar tölur úr blóðprufunum en samt ekki nógu háar.Hann helt að hún væri bara orðin hress og kát en svo er ekki alveg og hann ekki ánægður með það svona miða við smá hækkun i ónæmiskerfinu.Hun er sem sé að vinna sjálf úr lyfjagjöfunum i sumar og nú bara að fylgjast með þvi að hún geri það áfram.Þau geta vist hrunið aftur og við skulum bara vona að hun nytti sér hverja frumu vel og vandlega...Engar prufur voru tegnar núna eins og ekki var talað um og vill hann ekki útskrifa hana bara tímir þvi ekki strax,vill hitta okkur aftur i Feb ef allt gengur vel af þeim tima annars fyrr.Ég kom nottlega með mitt spurninga flóð aftur eins og alltaf hehe,,,''maður veit ekkert nema með að spurja'' Spu nr 1 af hverju viltu hafa hana hjá dagmömmu.Svar hún er tvennskonar dæmi annahvort höfum við hana heima i algjörlegri einangrun frá öllu saman.Hún sleppur við allt en missir töluverðan þröska eða reynir að vera eins mikið hja dagmömmu fær allt á meðan að það er ekkert alvarlegt og þröskast innanum börn á sinum aldri.Á meðan að hun er á þessu róli fer hún til dagmömmu og við endurskoðum það i Feb.Spur nr 2 Er með óhætt að fara á vinnumarkaðinn fyrst hun á að vera hjá dagmömmu.Svar haha þú veist mitt svar nei vill svara þessu i Feb lika an auðvitað get eg ekki stopað þig en þú helst ekki lengi i vinnu og það er bara meira stress og álag að hafa áhyggjur af þvi að komast ekki i vinnu það er nóg fyrir ykkur að hafa áhyggjur af henni.Þannig að á meðan að við ráðum við það að hafa mig heima gerum við það,svo fólk verður bara að halda áfram að hugsa um mig að ég sé HEIMA OG GERI EKKI NEIN SKABAÐAN HLUT YFIR DAGINN URRR...Og ég bara verð að fara hunsa það og ekki láta þetta angra mig ég veit best af hverju ég er heima ekki fólkið út i bæ.Spur nr 3 hvað er framhald og mun hun þurfa fleiri gjafir,svar ég er ekki búin að útiloka fleiri gjafir en fer mjog varlega i þær og svara þessu eftir næstu prufur sem teknar verða i Feb.Svo þar vitum við það ekkert gert fyrr en eftir áramót á meðan að hun er ekki að taka við neinu hættulegu.Ásgeir ætlar að laga fyrir mig öll réttindin min eða framlengja fæðuskriteinið,umönnunarkortið og fá lyfjakort sem giltir fyrir öll lyf.Æji maður fær nu ekkert meira i vasan en þessa 28 þus kr fra tr fyrir umönnun sem er bara fáránlegt þegar maður er með svona veikt barn sem þarf stöðuga umönnun og maður kemst ekki á vinnumarkaðin til að bjarga sér svo heldur fólk að maður sé heima til að að hafa það kózy nei alls ekki...
Guðny fór loks til dagmömmunar i dag eftir þó nokkuð gott frí hálsbolgan er en þá svo hun fekk að sofa inni vegna kulda.Borðaði ekkert i morgun en vel i hádeiginu við eigum ekkert að stressa okkur á þvi,láta hana bara drekka sem mest.Annars er hun bara hress og kát sem er æðislegt,nú biðum við bara eftir aðgerðini og við skulum og ætlum að halda henni heillri og hraustri þanga til....
jæja ætla fara að malla i pottum þanga til næst bið ég að heilsa:)
Athugasemdir
frábærar fréttir... :) knús í klessu ;)
Þórunn Eva , 28.10.2008 kl. 21:26
Knús til ykkar ;)
Aprílrós, 28.10.2008 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.