24.10.2008 | 20:46
Veit ekki hvað þessi færsla á að heita ;=)
Fréttirnar eru þær af henni Guðnýju minni,hún hefur litið sem ekkert borðað siðan á Mán drukkið ein bolla af djus siðan i gær.Hún tekur alveg við matnum en hann kemur bara til baka þegar hún er að fara kyngja honum úfff,,,þegar eg skrifa þetta kemur upp svona minning frá þvi hún var litil.Nærðist ekkert og var alltaf inn á spitala með vökva i æð get sagt ekki skemmtilegt.Úlfur hringdi allt i einu i mig i dag til að ath með vinkonu sina hehe,,og eg tjáði honum það að hun væri með slæma hálsbólgu og gullfoss og geisir kæmu ur munninum á henni haha án grins sko.Hún slefar all svakalega,hann telur þetta vera eitt hver bagteria en vildi ekki fá hana því við förum upp á Barnaspitala á mán.En ef pissið fer að verða af engu eigum við að koma strax.Hún hætti á sveppa kúrnum i gær og loks er sveppasýkingin farin.Ég náði loks á hjartalækninn hennar i gær og hann vill að hún fái sýklalyf i æð hálftíma fyrir aðgerðina út af hjartagallanum hennar.Þá segi ég nú sem betur fer var aðgerðinni frestað fjúfff.
Æ ég er orðin pinu uppgefin á þessum veikindum og svefnleisi,en svo sér maður þetta fallega bros hennar og þá breytist heimurinn og stundum falla bara tár.......Þvi hún er hetjan min,getur allt og mun sigrast á þessu öllu saman
Kallinn er núna að undir búa eitt hvað óvænt kvöld fyrir mig á morgun víí ykt spennt.Eina sem eg veit að barnapían kemur kl 7 og ég á að vera ready fyrir það híhí,,,.Svo erum við búin að bjóða fameliunni og vina fólki okkar i kaffi og kökur á Sunnudaginn...En nuna ætla ég og hetjan min að eyða góðu kvöldi saman við imbann.
Góða helgi allir
Athugasemdir
heil og sæl, innilega til hamingju með afmælið frænka, komst ekki inn á hjá stelpunum, gangi ykkur rosa vel með dúlluna, hugsum til ykkar og sendum góða strauma, knús og kossar frá okkur.
Didda og Trausti frændi (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.