Fýlu ferð í bæinn:(

Jæja eins og mér datt í hug var aðgerðinni frestað um hálfan mánuð vegna heilsu hennar og ekki náðist i hjartalækninn hennar Frown Tilraun nr 2 verður gerð 5.Nov og hún fær sýklalyf i viku fyrir aðgerð til að fyrirbyggja sýkingar sem eiga bara heima i henni.Maður var mikið búið að hafa fyrir þessu svo þetta var pínu svekkjandi en auðvitað skiptir heilsan mestu máli.Búið var að halda henni fastandi siðan kl 4 i nótt gefa stíl og renna i bæinn,biða á stofunni svo bara send heim.Kvíðin farin að aukast og aukast því maður horfði á aðrar mæður koma fram grátandi sem voru á undan okkurCrying.Þvi miður fylgir þessari bið fleiri andvaka nættur og hún ekkert hress með lifið á nóttunni ohhh,,,við höfum ekki fengið heilan nættur svefn i marga mánuði.Ég er mikið að vona þessi nefkirtlataka og hugsanleg rör muni hjálpa henni og okkur við svefn ofl.Nú er það bara að reyna ná á Gylfa hjartalækni,halda henni hraustri og hafa svo samband við HNE i næstu viku til að fá sýklalyfin og láta hann vita hvað hjartalæknirinn segir (syklalyf i æð i aðgerð eða ekki).

Barnaspítalinn tekur svo við á Mánudaginn þá eru mótefnir prufurnar og viðtal um framhald og ég átti að spjalla við hann um aðgerðina.ÚFF,,,bara brjálað að gera i þessu hjá manni svo vælir fólk um að maður sé heimavinnandi við að GERA EKKI NEITT........

Knús á ykkur öll og takk æðislega fyrir kveðjurnar hér og á facebookinu minu bara æðislegt og gaman að lesa þetta Heart Ekki hætta því hehe..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Sendi til þín knús og endalaust knús og hug , skil þig mjög vel að þið séuð orðin þreytt á svefn leysinu.

Alltof margir halda að heimavinnandi húsmæður geri ekki neitt heima.

Að vinna heima er að mínu mati rúmlega 200 % vinna.

Eigðu gott kvöld ;)

Aprílrós, 22.10.2008 kl. 19:02

2 Smámynd: Hulda Sigurðardóttir

Æji svekkjandi, en veistu að þetta verður búið áður en þú veist af.

Það eru bara 4 vikir síðan ég fór að getað ofið heila nótt án þess að vakna út af Helenu ég vakna bara út af öðru í staðin en ég ræði það seinna við þig ;o)

Hulda Sigurðardóttir, 22.10.2008 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband