14.10.2008 | 20:50
En og aftur fáránleg heit hjá TR :(
Góða kvöldið allir...
Ég hef verið að seigja ykkur frá sveppó sem Guðný er búin að vera með siðan 2.Ókt.Þennan dag kaupi ég sveppalyf sem heitir Mycostatin heildar verða um 5000kr,ég borga um 1300kr vegna lyfjakorta sem hún er með.Hún er búin að vera á þessu núna i meira en viku og ekkert var að gerast nema bara aukast.Læknirinn hennar setur hana i dag á Diflucan i 3 daga,heildar verð 6939kr og ég borga 6592kr fyrir þriggja daga skammd halló.Hérna fæ ég bara 347kr i afslátt þvi tr borgar ekki þetta sveppalyf svo umönnunarkortið er bara tekið i gilti hér.Þetta þykkir mér mjog fáránlegt,seinna lyfið er strekara og dýrar þannig að mér fyndist að TR ætti frekar að borga með því heldur en með fyrra lyfinu.Lyfjasalinn var mjög sammála þessu og vildi fá að hringja i TR og benda þeim á þetta,einnig ath hvort við gætum fengið kort sem væri fyrir öll lyf.Tr nefndi ekkert merkilegt um það af hverju þetta væri svona en vildu endilega að ég myndi tala við hennar lækni um að gera aðra umsókn um lyfjakort frá og með þessum deigi svo ég fengi þetta sveppalyf endurgreitt og afslátt á öllum lyfjum á hennar nafni.Æji ég veit ekki kannski ekkert merkilegt að benda fólki á þennan galla eða kannski bara vitleysa i mér að vera svona hneyksluð yfir þessu hvernin TR vinnur hlutina.Ég ætla bara vona að þetta dýra þriggja daga lyf dugi henni og virki vel því ég á ekki efni á fleirum lyfjum sem TR borgar ekki með í fyrir hana.
Þetta fallega bros og þessi fallega hetja heldur manni alveg gangandi
Ps búin að setja inn fullt af myndum á siðuna hennar http://juni.barnaland.is
Kveðja Ernan :)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.