7.10.2008 | 23:05
Pínu update af okkur..
Jæja komin tími á smá blogg
Lítill timi hefur verið til þess að sitja fyrir framan tölvuna og skrifa,bæði mikið að gera og þreytta þvi það er svo mikið að gera,sem er bara fint þá situr maður bara ekki hér heima og hugsar of mikið hehe,,,.Siðan Haffi startaði sinum sjálfstæða rekstri i siðustu viku er nóg búið að vera gera fyrir mig að útrétta og svona.Ég er einnig að fara vera með minn rekstur hér heima við sem er bara gott út af veikindunum hennar Guðnýjar.Eitt hvern veigin verður maður að búa til peningana þegar maður er með langveikt barn hér heima fyrir ekki styður ríkið mann til þess að maður geti verið heima með barnið sitt.Ég ætla fara læra neglur og gera eitt herbergið hér af svona lítillri snyrtistofu,lyst ykkur ekki bara vel á þetta hjá mér ????.Vona bara að ég fái braðlega pening til að starta þessari vinnu minni svo við förum nú ekki algjörlega á hausin i þessari kreppu
Guðný fór loks til dagmömmunar i gær eftir gott veikinda frí og við hjónin skelltum okkur i RVK i búðir að finna snjógala á liðið en ég fann enga búð sem átti i þeirra stærðum bara Guðnýjar.Við fundum ein flottan i Indersport kostaði helling 8000kr takk fyrir pent,en seigi ekki hann er mjög sniðugur bæði regngalli og snjó og mjog þykkur og hlír.Farið var lika i Korputorg (verð nú að seiga að þetta verslunarhúsnæði er frekar illa hannað fleiri fleiri kílómetrar liggur við i næstu búð og maður þarf að fara út og ganga milli búða)Allavega þar var loks splæst i gluggatjöld i húsið okkar,reyndar bara i herbergin þvi ekki var til i stofu eða eldhúsið mitt.Mig langar lika að reyna fá eitt hverjar ógeðslega flottar hér fram svona þegar maður á efni á þeim.Morgun ætla ég svo að fara loks i ræktina til hennar Helgu maður er búin að vera i alltof löngu fríi frá þvi og lika komin tími á að fara hitta vinkonurnar enda er ég búin að vera pínu innilokuð hér heima með prinsessuna mina,kannski að maður kikji eitt hvað á tjúttið næstu helgi Ég þarf lika að vesenast i bænum finna úti föt á tvibbana,útrétta og við þrjár til tannsa sem ég er ekkert voða spennt fyrir ''HATA TANNLÆKNA''(sem betur fer er aldrei skemmt hjá mér) og skvisan til læknis i vigtun þvi hún var ekki vigtuð upp á spítala i siðustu viku.Sveppasýkingin hjá hetjunni minni er ekki orðin góð og lyfin eru ekkert að virkaþetta hefur bara aukist og er komið núna i munnhol og á kynfærin hennar :(Ég talaði við lyfjafræðing i dag,sagði hann að þetta ætti ekki að ske en min er bara svo séstök að henni tekst að toppa allt.Sagði mér að hafa samband við hennar lækni og fá eitt hvað sterkara jafnvel bara sýklalyf fyrir litla skinnið æji þetta er ekkert gott held ég að fá svona þau hljota að finna eitt hvað til i þessi ???
Allavega þá verða næstu dagar svona á þeytingi útum allt og eyða peningum hehe.Þannig að ég verð öruglega eitt hvað litið hér en læt heyra smá i mér svo ekki hætta lita við þar að seigja ef eitt hver litur hér við hjá mér
Endilega vera dugleg að kvitta það er svo gaman og gott að lesa þau og sjá hverjir eru að fylgjast með.....
Ég er lika búin að vera reyna setja inn myndir bæði á bloggið og myndaalbúm en þær koma aldrei,ég er að verða gráhærð út af þessu.Svo ég spyr eru fleiri að lenda i þessu sama og ég ???
Kærleiksknús á alla :)
Athugasemdir
Guðrún Hauksdóttir, 8.10.2008 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.