Kvíðakast

Siðustu vikur hafa verið mér frekar erfiðar,Guðný mín er eiginlega bara búin að vera veik siðan 28.Águst grrrrrrr,,.Frá þessum deigi hef ég fjórum sinum þurft að fara með hana upp á spítala og alltaf i 3 til 4 klukku tima hver heimsókn,sem er að gera mig geðveika,svo ofan á það fékk Haffi að vita að þeir gætu öruglega ekki dreigið uppsögnina til baka og liklegast yrðu fleiri uppsagnir eftir áramót.Svo núna þarf maður að hafa áhyggjur af peningum og af minu veika barnið,ég er ekki að sjá það að við getum lifað á þessum 28þusud krónum sem Guðný fær i bætur frá ríkinu ARRRGGGG.Í gær fékk ég eitt af minum kvíðaköstum sem hafa bara ekki komið upp siðustu tvo árin,eða ég hef allavega geta haft stjórn á þeim,þanga til ég missti mig i gær.Ég byrjaði öll að skjálfa og illt i hjartanu,hausin bara útum allt og mér finnst ég vera búin að vera öskra og öskra en einginn heyrir i mér nema ég.Ég náði mér svo niður og vaknaði og fattaði að ég var ekki að öskra upphátt,svo ég gerði það og við áttum gott og langt samtal i gær ég og Haffi.Ég róaðist og svona 10kg léttari.Eftir þetta fór ég yfir fortíðina mina og  hugsa um min veikindi fyrir um svona fjórum árum.Ég hef ekki talað um þetta við neinn nema minn sála sem ég var hja þá og við bestu vinkonu mina,Haffa svona af og tilToungeSvo mig langar að reyna tjá mig um þetta hér fyrst að þetta poppaði allt upp i hausnum á mér i gær.

Sumarið 2004 lendi ég i erfiðum skilnaði en samt sáttsamlegur bara þið vitið hvernin hann fór frá okkur var skít,ætla ekkert að fara út i það neitt hér.Allavega þarna var ég orðin ein 18 ára með tvo yndisleg 2 ára börn og i bæjarfélagi sem ég þekkti voða litið þá og öll min famelía i RVK nema Guðný systir,(úff bara strax farin að gráta svo þið vitið að þetta er ekki auðvelt fyrir mig að opna mig svonaCrying)Jæja höldum áfram hehe,,.Guðný var algjörlega min hægri hönd i þessum skilnaði,ég veit ekki hvar ég væri án hennar og er mjög þakklát fyrir að eiga hana sem systur.Eftir skilnaði fór margt að breytast ég vann eins og svin,vann i sjoppu á 12 tima vöktum og tók stundum nætturvaktir lika.Byrjaði að djamma allar helgar sem ég var barnlaus og þá sko none stop,mætti i vinnu kl 11,30 á föst van til 23,30 datt i það til svona 8 mætti i vinnu á samatima svo bara djamm eftir vinnu.Svona gekk rútinan min aðrahverja helgi,lendi svo i slæmum félagsskapp tek það fram að ég var bara i áfengi eingu öðru,var föst i þessu nokkra mánuði.Í Nóv 04 fór fólk að tala um að ég væri bara að hverfa og orðin af skinn og beinni,Fötin farin að hanga á manni sem er bara ekkert fallegt.Þarna fór ég að hugsa hvað ég væri að gera mér og stelpunum,ég bara vaknaði og hörfði á lífsháttinn minn hugsa um þær og vinna,djamma og drakk vatn og kál þvi ef ég borðaði eitt hvað mikið þá ælti ég.Þetta var ekki alveg heilbrigt,ég var farin að fá þessi köst og klóra min og skera mig til blóðs og bara leið mjog illa en samt alltaf ógeðslega gaman ef þið skiljið mig (allt djammið).Svo var það vigtin og ég steig á hana i nóv 04 heil 16kg farin á einum mánuði og það er ekkert djókCrying og ég bara orðin mjög veik og mátlaus.

Eina helgina áhvað ég að vera hja m&p og ég fæ svona kast þar.Þarna leitaði ég hjálpar til mömmu minnar og hún fer með mig á Landspitalann.Við hittum þar geðlækni og komumst við af ymsu þar,hún sækir um fyrir mig á stofnum sem heitir HVITA BANDIÐ.Þangað þurfti ég svo að sækja 2 i viku i 18 mánuði.Hvita bandið gjörsamlega hélt mér á lífi var bara mitt lyf.Það var búið að reyna nokkur þunglyndis lyf á mig en ég bara hrundi niður i kg á þeim,svo ég náði að láta hvita bandið vera minn lyfjaskammdur og kenndi mér að hafa stjórn á þessum kvíða.Ég var greint með votta af Anorexíu,vægt þunglyndi og ofsa kvíða.Með Anorexíuna fékk ég bara skilirði 5 kíló á 5 mánuðum og það var fylgst með þvi.Ég náði þeim og náði stjórn á kviðanum og glórin minnkuðu og ég hætti að skera mig,og þar með fékk ég að koma 1 sinni i viku þegar ég var búin að vera i ár innlögn á hvitabandinu.Ég hef aldrei verið jafn stolt af mér og þarna.Þarna var miklum áfanga náð og bati þvi ég vaknaði og kallaði eftir hjálpHeart

Núna erum við komin á árið 2005,hérna breytist margt.Ég kynntist honum Haffa minum,byrjuðum bara fyrst sem vinir i nokkra mánuði.Hann var að ganga i gegnum mjög ljótan og erfiðan skilnar.Þetta fór að hafa áhrif á mina heilsu og djammið og köstin fóru að byrja aftur á fullu.Sálinn minn var alltaf að segja mér að losa mig vi þetta drama og vesen i kringum hann þvi þetta væri bara slæmt fyrir mig og ég væri búin að lenda i slæmum skilnaði og hefði ekkert við það að ganga i gegnum það aftur.Ég gerði það en eitt hvern veigin vorum við alltaf komin saman aftur,við náðum alltaf eitt hvern veigin að styðja hvort annað og hjálpa.Æ sálinn minn var alltaf eitt hvað á móti honum en ég vissi bara að hún þekkti hann ekki eins og ég gerði,vinkona min vissi allt um okkur og um mín veikindi og stóð með mér i þeim en hún skipti sér aldrei af okkur þótt hun vissi að þetta i kringum hann var að draga mig niður,ég held að hún vissi bara að eitt hvað yrði gott úr okkur tveimum sam varð svo.Þið getið svo sem lesið um árið okkar 2006 i þarsiðustu færslu.

Árið 2006 útskrifaðist ég svo úr Hvita bandinu sem sigurvegari seigi ég og átti Haffi alveg góðan þátt i þvi,allt fór að birtast til.Ég gat minkað við mig vinnu og átt meiri stund með börnunum minum og ef ég fékk köst þá var hann til staðar til að róa mig niður og drykkjan fór niður i ekki neitt og djammaði edrú i nokkurn tima.

Í dag liður mér bara vel seigi það ekki það koma slæmir daga,bara eins og hja öllum.Ég komin i mina kjörþyngd,en mætti alveg styrkja mig eins og ég er að gera hehe,,.Ég þarf en i dag alveg að minna mig á það að borða þvi ég verð voða litið svöng og get alveg lifað finnt án mats,sem ég mæli nú ekkert með en herna hugsa ég pinu til hennar Guðnýjar dóttur minnar,þvi hun er alveg eins og ég matur er bara svona eitt hvað auka atriði og er það ekki gott.Eins og ég sagði áðan hafa köstin ekki komið upp i 2 ár fyrr en núna,en ég áttaði mig á þvi að þetta var kviðakast en ekki ég að deyja eða verða geðveik eins og tilfiningin er þegar maður fær þetta i fyrsta skiptið og maður buin að fara hundrað sinnum til læknis vegna hræðslu um æxli eða eitt hvað annað.

Þegar maður fær fyrsta kastið sitt og nokkur eftir það heldur maður einmitt að eitt hvað verra se að eins og ég sagði áðan.Min einkenni voru sviti i lófa,hraður hjartslátur og svimi og hausverkur.

Jæja nú er smá partur af minum veikindum komin niðrá blað set nú ekki alveg allt herna inn og það var mjög erfitt.En hey kannski getur þetta hjálpa eitt hverjum, maður veit aldreiBlush

Árin '04´05´06 voru nú ekki min bestu ár.Ég var nánast búin að banka á dauðans dyr en þar sem ég vaknaði og kallaði á hjálp,stend ég hér sem sigurvegari i dag.Ef eitt hver hér les mina sögu og vantar hjálp bið ég þig um að gera það strax áður en það verður of seinnt.Ég veit af minni eigin reynslu að það er mjog erfitt og skammarlegt,en það er það alls ekki.Fólkið á Hvita bandinu er æðislegt og tekur ollum vel og eins á LandspitalanumWink

Úff þetta er búin að vera pinu erfið og löng færsla hja mér.Crying

Kveðja Erna

Munið bara að hugsa vel um hvort annað þá blómstar ástinHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

langaði bara að gefa þér knús

Fríða K (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 13:24

2 identicon

Elsku Erna þú veist að þú getur alltaf leitað til mín ef eitthvað er að angra þig eða þig vantar eitthvað(til þess eru stórar systur). Ég veit líka að Haffi er rosa góður við þig nýttu þér það gella. vonandi fer nú allt að líta betur út hjá ykkur. Kv Guðný

Guðný stóra sys (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 15:25

3 identicon

hæhæ frábært hjá þér að skrifa um veikindinn vonandi léttir það á þér:)

haltu áfram að vera dugleg:)

sjáumst fljótlega:)

kv Ásdís

Ásdís (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband