16.9.2008 | 14:43
2 ára brúðkaupsafmæli
Sælt verið fólkið
Í dag er stóru dagurinn okkar,2 heil ár liðin frá þvi við hjónin giftum okkur.Á þessum yndislega deigi hefur margt skeð,amma min heitin Unnur Dagmær Katrin hefði átt afmæli og hún Guðný Ósk fékk fallega nafnið sitt þennan dag 16.Sept'07.Ég held að ég muni mjög vel eftir árinu 2006,í byrjun árs fórum við að búa saman fluttum úr Kef i Rvk.Stelpurnar byrjuðu i nyjum leikskóla og við i nyrri vinnu.Ég hætti svo að vinna og við ákvöðum svo að fara reyna að koma með okkar eigin grislíng um sumarið,en gekk það mjög brössulega.Missti ég þrisvar fóstur og þurfti að fara i eina útskröpun.Ekki var þetta auðvelt á sálina okkar svo við tókum okkur frí frá þessu,min fékk ser vinnu aftur i Águst.Við keyptum okkur svo okkar fyrstu ibúð saman og fengum við hana afhenta viku fyrir brúðkaup,svo ekki var timin mikill til að undirbúa hehe,,,.Við höfðum ruma 2 mánuði og plús að flytja lika.Brúðkaupið var svo haldið í garðinum heima hja okkur veislan og athöfnin allt á sama stað undir einu tjáldi.Vikuna fyrir brúðkaupið var búið að vera brjálað rok og litla rigningartímabilið get alveg sagt ykkur það að það var verra en i ár.Það var farið með mann i búðir allan daginn i þessa tvo mánuði,3 i hárgreiðslu og i förðun ekki alveg að skilja það en svona var þetta bara hlaup og brjálæði um allt en samt svo skemmdilegtVið fengum 75fm tjald og stóla,borð,4 hitara og parketplötur hjá Seglagerðinni svo notuðum við allan pallinn okkar og húsið.Haffi greyið og vinir hans voru i 3 daga að bera þetta allt niður og púsla þessu saman,í gjörsamlega brjáluðu veðri ekki leit dagurinn vel út þarna hehe,,og ég er ekki að grínast Haffi er nú ekki vanur að taka inn verkjatöflur en þarna fór heil dolla af íbófeni daginn fyrir brúðkaup hihi,,,Jæja þá er það dagurinn 16.Sept'06 vaknaði ég hja m&p með svona klimrandi sól framan í mér,bara æði og þarna hugsaði nú er amma min heitin að hugsa um barnabarnið sitt og gaf mer þennan fallega yndislega dag,sem ég er alltaf að þakka henni fyrir.Við stelpurnar fórum svo loks i hár og förðun á meðan Haffi var heima með m&p sinum og strákunum.Þau gerðu loka hönd á þetta allt saman á samt grillmeistaranum og Garðheimum.Gestirnir komu svo um kl 18,00 smökkuðu á víni og forrétti,athöfnin svo kl 19,00.Bjarni Ara söng innkomuna og 4 lög i athöfninni,bara fallegt mann svo vel eftir þvi að horfa yfir mannfjöldan og önnur hver manneskja skælandi haha,,sem endaði með að min byrjaði að skæla lika af gleði.Við vildum ekki svona hefbundið brúðkaup æji..svona þessi situr þarna eða stíft dæmi ofl.Bara party og allir að skemmta sér,ég held að það hafi sko heldur betur náðst.Matur var um kl 20 og kaffi og kaka um 22,svo var bara hlaðborðinu rúlað út og heil hljómsveit sett á staðin og djammað fram að nótt.Siðustu gestir fóru út um 3 leitið og farið var á barinn i hverfinu hehe,,,og ég og Haffi i brúðarfötunum fylgdu með bara gaman Tek það fram að blánka logn og sól var fra 8 morgni og fram yfir miðnæti.Farið var svo með okkur á hótel Hilton um kl 05,áttum við þar yndislega brúðkaupsnótt.Vaknað var svo svona all hressilega um hádeigið þunn og fín,gleymdun alveg að taka allt með okkur og þurftum við að ganga út i öllu dressinu.Fólk laðaðist að okku og klöppuðu og óskuðu okkur til hamingjuBARA HAMINGJA
2 vikum eftir brúðkaup komst ég svo að þvi að ég væri ólétt af henni Guðnýju okkar.Kom hún í heimin 9 mánuðum eftir brúðkaupið okkar.
Haffi minn ég þakka þér fyrir þennan fullkomna dag og væri sko alveg til í að upplifa hann með þér aftur hehe,,Elska þig þúsund sinnum,ég veit ekki hvað ég væri án þin ástin min
Jæja nú er ég hætt þetta er orðið heldur betur langt og myndrænt blogg hjá mér.Ég ætla að skella inn myndum af deiginum inn i albúmið svo þið getið skoðaða þar
Hafið það sem allra best á þessum yndislega rigningar deigi
Athugasemdir
Takk fyrir að hleipa okkur svona inní lífi ykkar... yndisleg frásögn... ég á þetta eftir .. hehehhee... en mér skilt það þurfi tvo til þannig að þá er bara að vinna hinn helminginn... til hamingju með daginn og allf það sem lífið hefur gefið ykkur...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 16.9.2008 kl. 15:32
Takk fyrir Margrét min
Erna Sif Gunnarsdóttir, 16.9.2008 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.