15.9.2008 | 20:38
Bæklunarlæknir og Barnalæknir.
Úff,,,alveg get ég sagt mig þreyta eftir þennan læknisdag.Petrea átti tima kl 13,15 hjá bæklunarlækninum til að taka gipsið af,gekk það bara super vel grét pínu sárt þegar hann var að saga það.Hann vildi ekki mynda strax þvi hún bragst ekkert við þegar hann var að nudda ristina.En svo seinni partinn i dag byrjar hún að haltra og finna til,ég ætla biða i nokkra daga og sjá hvernin hún verður.Hækkjurnar eru en i notkun þvi hún á að hvila fótinn af og til.Þessi læknisskoðun var svo ekki búin fyrr en rétt fyrir kl 15,00
Ég fékk svo alveg tveggjatima frí frá spítalanum,mæti með Guðnýju til hans Úlfs,kl 17,00 útaf þessu kvefi,hita og niðurgangi.Úr þvi kom liklegast kinnholasýking og kirtlanir eru að stækka rosalega mikið hjá henniHún fékk lyf sem við eigum að prófa og sjá hvort að næturnar fara að verða betri,ef ekki ætlar hann að taka hana bara auka inn á mið og fá myndir af kinnholunum og kirtlum.Hann ætlar lika að athuga hvort það þurfi að taka kirtlana vegna sýkinga og stækkunar...Æ við vonum bara að þetta virki vel og hún geti farið að ná andanum á nóttunni og allir fengið að sofa betur,og ekki langar mér að hún þurfi að fara undir hnífinn.Þessi skoðun lauk svo ekki fyrr en rétt fyrir kl 19,00.Ég veit alveg að þessar aðgerðir eru ekki flóknar og fljót gerðar,Viktoria fór eins árs i rör og kirtlatöku og fanns mér alveg hryllingur þegar það var verið að svæfa hana,læknar spurðu hvort ég þurfti róandi ég bara gat ekki hætt að gráta og skalf öllþvilikt strek mamma híhí,,,,.Sama sagan var svo þegar hálskirtlanir voru teknir hja henni i Feb '08 Ohhh ég fæ alveg svona flass back,nei ég get sko alveg sagt það ef eitt hver þarf að fara i aðgerð og ég þarf að vera inni á meðan svæfingu stendur fæ ég nettan hnút og kvíða,alveg hræðinlegt það er bara eins og manneskjan sé dáinn þegar hún sofnar og siðast þegar hún fór var hún alltaf að kalla mamma,mamma og teigja sig til minÞetta langar mig bara ekki upplifa aftur og ekki mun þetta gleymast.....
Jæja svo er dagurinn okkar á morgun,ég kem kannski með hann inn hér á morgun og þið meigið lika alveg kiska hver hann er hér hehe,,,
Svona nóg komið börnin söfnuð,og við fara kúra við tívið.
Þanga til næst verið góð við hvort annað
Athugasemdir
Baráttukveðja
Jóna Kristín
Jóna Kristín (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 11:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.