13.9.2008 | 21:36
Góð i viku
Jæja það er alveg farið að finnast hér á þessu heimili að veturinn sé að ganga i garð,en ég er búin að lofa sjálfri mér að vera jákvæð og halda i vonina að hann verði góður og rólegur.Guðný jafnaði sig af mislingunum og hitanum á fim þar siðasta og er búin að vera ROSALEGA DUGLEG hja dagmömmuni við að borða i þessari viku,hún hefur bara ekki haft undan við að mata hana.Við erum ekkert smá STOLT af henni,hún virðist samt ekkert vera flyta sér við að fitna og þyngjast við skiljum bara ekki hvað hún gerir við þetta allt saman þegar hún tekur þessa duglegu matardaga hehe,,,
Næturnar hafa verið allt i lagi þessa vikuna eina sem hefur verið að angra mig er hvað hún verður stífluð i nefinu sinu þegar hún leggst niður.Á alveg rosalega erfitt með að anda og andar mjög hratt,það er að valda mer pinu óhug og ég nottlega geri þau mistök að vilja hafa hana upp í hja mér.Tek það fram að hún vill ekki vera á milli bara i synu rúmi,ég sef bara svo drullu illa þegar ég er að droða henni á milli og hun vaknar alltaf og bendir á sitt rúm hehe,,en ég er bara svo þrjósk og tek hana alltaf aftur til min svo eg geti heyrt hana anda.Þessar stiflur hafa ekkert verið að angra hana á daginn ekkert rennerí eða neitt fyrr en i gær.Lekur all hressilega úr nebba litla og HITI kom i morgun arrrrggggggggg,,,,,, Þannig að núna leið vika á milli veikinda hennar....
Jæja Reiði læknirinn er að byrja á Skjá einum og ætla ég að fara horfa á hann og læra meira um lækningar.(Maður ætti bara kannski að fara læra þetta,maður er orðin allavega vanur.HEHE,,)
Góða helgi allir og verið góð við hvort annað
Ps.Takk kærlega fyrir öll comentin,mér þykkir bara vænt um þau og hvet ykkur til að halda þeim áfram..
Athugasemdir
Ef ég hugsa út frá mömmu sem er með sama sjúkdóm þá borðar hún alltaf vel og áðut en fannst hvað var að hrundu kg af henni . Þau fóru ekki að koma aftur fyr en hún var búin að vera í Gammanorm í ca 2 ár. Hún gerir þetta sjálf heima.
Þannig að það er ekkert skrýtið þó að Guðný hrinji ennþá, er hún ekki í kringum eins árs aldurinn? Eg myndi bara gefa henni að borða á matmálstímum,ekki á milli mála. Hún borðar sjálfsagt mikið.
Ég verð að skipta mér meira af, varðandi af varðandi öndunina, etu búin að fara með hana til læknis? Ef ekki , þá myndi ég gera það. Ég persónulega myndi ég ekki venja hana á að taka hana uppí ,sérsaklega þar sem hún bendir á rúmið sitt. Ég skil vel að þú sért hrædd. En upp á seinni tíman er þetta ykkkur öllum fyrir bestu. En ég myndi panta tíma hja lækni.
Elísabet Sigmarsdóttir, 13.9.2008 kl. 22:43
HEHE,, takk fyrir þetta og þér er sko meira en velkomið að skipta þér af
Guðny hefur gert þetta frá fæðingu minnst vilja borða og margsinnis þurft að fá næringu i æð og þyngst og létts til skiptana,stundum haldið somu þyngdinni i 3 til 4 mánuði.Eftir lyfjagjafirnar byrjaðu matarlystin að koma betur en samt ekki 100%tekur svona timabil borðar og borðar en samt alltaf a sama stað i þyngdinni,en þetta fylgir alveg þessum sjúkdómi.Hjá dagmömmunni er hun bara að fá að borða á matmálstimum en hun er ekki alveg að höndla svona marga matar tima,tildæmis ef hun borðar vel morgunmat þá er hádeigismaturin ekkert spennandi.Hún borðar kannski eina til tvær máltiðir á dag og hun er sko ekkert að sækjast eftir þeim það þarf alltaf alveg að vera með klukkuna og bjóða henni.
Eg er mjog á móti þvi að born séu uppí hja m&p þó ég segi sjálf frá hehe...Eg gerði þetta aldrei með hin börnin og við söfum báðar mjog illa ef hun er uppí.En henni finnst voða gott ef hun vaknar að koma a milli sofnar svo vaknar hun eftir svona tvo tima og vill fara i sitt rúm.ÉG ætla sko að fara hætta að gera þetta,ég hugsa að maður gerir þetta bara ósjálfrátt þvi maður finnur svo mikið öryggi hja manni sjálfri og henni
Með læknin þá kemur barnalæknir hingað i kef á morgun,ég talaði við hann i síma á Föst(búið var að bóka alla tima þegar eg náði inn)
hann sagði mér að koma með hana a mán og grunar hönum um kinnholabólgur/syking,fyrst að hitin er komin lika núna hugsa ég að það sé rétt.Einig ætlar hann að taka hægðar syni út af niðugagnum siðustu tvær vikurnar og oruglega myndir af litla nebba
Takk fyrir þetta og krossum bara fingur að allt sé i lagi
Erna Sif Gunnarsdóttir, 14.9.2008 kl. 10:04
Sæl, ég sá að þú spurðir mig inn á commentum hjá henni Guðrúni á hvaða mjólk Helena hafi verið á en hún var á venjulegri ný mjólk en er núna á kalcium bættri soja mjólk. Ég sé strax mun á matarlistinni hjá henni en hún er samt ekki orðin nógu mikil enda bara komnir 4 dagar frá því að hún byrjaði að fá soja mjólk og maður verður að gefa þessu smá tíma.
Þetta með að vera alltaf að taka hana Guðnýu upp í rúm til þín þá verð ég að segja þér líka að það séu mistök. Við gerðum þetta alltaf eftir að' hún byrjaði að veikjast svona og við erum enn að gjalda fyrir það. Hún sefur kannski svona að jafnaði 2-4 sinnum í mánuði í sínu rúmi en restina í okkar. Það er því ekki skrítið að maður sé orðinn hálf steikt í hausnum af svefnleysi
Hulda Sigurðardóttir, 14.9.2008 kl. 13:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.