3.9.2008 | 15:04
Update,Bæklunarlæknirinn
Já eins og kom fram á siðustu færslu þá fótbrotnaði Petrea litla stelpan min i skólanum á Mánudaginn.Mikið rætt i kommendunum hja mér um framkomu skólans i þessu máli svo ég vil reyna koma þvi frá mér hér á sem besta veg.Petrea Dögg er með Barnagigt og er mjög lin í öllu liðamótum og má við litlu,þegar hún dettur hefur hún enga mótstöðu bara fellur killiflöt á jörðu eins og hlaupkall bara.Þarna er hún að klifra i klifurgrind missi takið og fellur nær ekki að standa upp sjálf og fer að gráta.Vinkona hennar nær i kennara (kennarinn hennar er veikur þennan dag)fer hún með hana inn og fer siðan aftur út en lætur engan vita og Petrea fær ekki að hitta hjukkuna.Þarna er hún á minu mati buin að láta vita að hún hafi slasast en engin gerði neitt né að láta mig vitaPetrea greyið sat bara og gerði það sem kennarinn bað þau um að gera btw þetta er ekki kennarinn sem var úti.Skólinn er svo búin kl 13,15 þá fer hún i frístund,situr þar og smiðar en fer ekki i neina leiki og biður um að leggja sig og gerir það þar til ég kem.Þá bið ég hana um að koma,ég rétt næ að krípa barnið og spyr hvað kom fyrir og engin vissi neitt.Petrea fer að gráta og segir mér það og ég kíkji á fótinn,hann er allur bólgin og heitur.Ég tala við þær og allar mjög hissa og báðust afsökunar og sögðu svo að hun yrði að láta vita ef hun meiddi sig,uu HALLÓ HUN GERÐI ÞAÐ ÞEGAR HÚN DATT EN ENGIN GERÐI NEITT!!!!!svo barnið var i skólanum brotin i 7 KLUKKUTIMA
Ég fer svo og tala við aðstoðaskólastjóran á Þri,og spyr hvort að það sé ekki hringt i foreldrana ef börnin slasast.Júju þú getur sko alveg treist á það að svo er ef eitt hvað alvarlegt skeður,og ég horfði á og sagði NEI greinilega ekki barnið mitt liggur heima fótbrotið og á verkjatöflum,eftir slys hér i gær sem allir seigjast ekkert vitað af og hun lét vita.Hann kom lika alveg af fjöllum og vissi ekkert hvað hann átti að segja eða gera og benti mér á að finna manneskjuna sem Petrea talaði við,ég veit ekki en hver það er.
Við fórum svo i foreldraviðtal i morgun þetta rædd og báðust allir afsökunar og vona að aldrei svona komi fyrir aftur.Ég vona bara að allir hafa lært eitt hvað af þessu og lagi sig til i andlitinu.
Við hittum svo Bæklunarlækninn i morgun heitir hann Ólafur hann virkaði mjög fínn á mig.Jæja skvisan endaði i gipsi i tvær vikur frá tásum upp að hné.Leiðinlegt að þetta skuli gerast rétt fyrir ljósnótt helgina,við ætlum nú að reyna fara eitt hvað um daginn reyndar er búið að bjóða okkur i tvö matarboð svo erum við kannski með boð hér.En við ætlum bara að sjá til hvað við gerum og hvað hún treisti sér í svo erum við lika með alveg frábært útsyni héðan heima frá á flugveldasyningunaÞetta er i fyrsta skiptið sem við erum með börnin yfir þessa helgi og hlakkar okkur bara til.
Athugasemdir
Mér finnst bara æðislegt að þú hafir látið í þér heyra og sagt við liðið hversu ósátt þú værir og gert athugasemd um framkomu skólans. Þannig er eina leiðinn að hlutirnir lagist. ;)
Vonandi verður hún fljót að jafna sig.
Gangi ykkur vel.
Sandra (cocoes) (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 16:50
Gott hjá þér að tala við skólann.
En vonandi batnar henni sem fyrst, það er svo leiðinlegt að vera fótbrotinn.
En góða skemmtun á ljósanótt, gaman að þið hafið gott útsýni yfir flugeldasýninguna
Gangi ykkur vel..
Lena (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 18:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.