Mislingar og fótbrot

Ég get nú ekki sagt að þessi fjölskylda sé eitt hvað heppin þessa daganaCryingPetrea datt úr klifurgrind í skólanum i gær og fótbrotnaði.Versta fannst mér að enginn var að láta mig vita,vinkona hennar hljóp og náði i kennara og hún fór bara með barnið inn og sagði engum fra þvi að hún hafi dottið.Petrea beit bara í súra eplið og sat bara og lærði og þorfði ekki að sega neitt fór svo i frístund og bað um að fá að leggja sig i sófanum og gerði það heldur betur vel og svaf fra kl 13 til 17 þá kom ég að ná i þær.Ég bað hana um að koma og hún stóð upp og ég rétt náði að krippa hana,þá spurði ég hvað kom fyrir og engin vissi neitt og ég er sko ekki sátt við þetta.Við enduðum svo upp á slysó i 3 tima röngenfólkið kallað út.Hann sá ekki nógu vel útur myndunum eins og er yfirleitt hja börnum en hann telur að ristin sé brotin.Við fengum svo tima á morgun hja bæklunarlækni sem sérhæfir sig i beinbrotum og kemur einungis hingað suður ef eitt hver brotnar og læknar hér vita ekki hvað eigi að gera.Það þarf jafnvel að púsla þessu eitt hvað saman úfff finn svona nett með henniCryingHún er með barnagigt og er svo lin að hún hefur engan stöðuleika ef hun dettur eða eitt hvað slíkt.Er bara svona hlaupkall ef við eigum að orða það svoleiðis,hún hefur mikið þurft að vera i sjúkraþjálfun og i iðjuþjálfun hja styrktarþjálfun lamaðra og fatlaðra og var bara orðin mjög sterk og dugleg svo kemur þetta fyrirFrown

Guðný kom með okkur og hittum Úlf barnalækni,hann telur þetta líklegast mislingar eða eitt hver önnur veira sem veltur útbrotum og niðurgangi.Ekkert verður gert i þessu nuna en ef þetta verður svona út vikuna ættum við að koma aftur á mán.Litið var um svefn i nótt sem er bara að fara í minar finustu núna en þetta fylgir þessu bara vona að þetta sé bara eitt hvað timabil hja skvisunni minni.Ég átti tima hja námráðgjafa i dag og þurfti ég að afpanta hann i þriðja skiptið i dag bara fúllt.Guðný kemst svo ekkert til dagmömmurnar fyrr en i næstu viku þá er hun buin að vera i 9 daga frá henni.

Jæja þetta er gott i bili komum með fréttir á morgun.

Verið góð við hvort annað Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Arna

úff það er ekki lítið sem er lagt á ykkur elskurnar mínar. Vonandi fer þetta nú að lagast.

En já mér finnst nú soldið lélegt að engin skuli hafa látið ykkur vita að Petrea hafi dottið

Sigrún Arna , 2.9.2008 kl. 11:23

2 Smámynd: Fjóla Æ.

Það er sem sagt bara stuð heima hjá þér þessa dagana. Gangi þér vel og vona að snúllurnar jafni sig fljótt og vel.

Í sambandi við að kennarinn hafi ekki látið vita að barnið hafi dottið er eitthvað sem þú ættir að spjalla við skólastjóra út af. Þetta skipti var ekki alvarlegt en hvað ef barn sem dettur, slær höfðinu utan í þar sem ekki sjást áverkar eins og t.d. hnakka og kennari sér ekki ástæðu til að láta vita af fallinu og hausinn síðan allur í skralli? Ekki ásættanlegt.

Fjóla Æ., 2.9.2008 kl. 11:29

3 Smámynd: Erna Sif Gunnarsdóttir

Mikið er ég sammíla þér Fjóla ég ræddi við kennara og skólastjóra,allir komu af fjöllum kennarin hennar var reyndar ekki i gær og var mjog hissa á þessu.Skólastjórinn sagði að ég gæti alveg treist þvi að haft se samband ef eitt hvað kemur fyrir og ég sagði greinilega ekki barnið liggur heima fótbrotin og full af verkjalyfjum Þá vissi hann ekkert hvað hann átti segja,þau ætla að ræða við vinkonu hennar i dag og fa að vita hvaða kennari þetta var og rannsaka þetta og ég fæ að vita vonandi eitt hvað á morgun.Sem betur fer var þetta ekki alvarlega en þetta en samt ekki vel liðið

Erna Sif Gunnarsdóttir, 2.9.2008 kl. 12:15

4 Smámynd: Þórunn Eva

úfffffff leyðindafréttir þetta.... en vonandi kemur allt vel út á morgun ;) gangi þér vel og p.s þú mátt sko alveg vera fúl og pirr....... láttu heyra í þér stepla...

Þórunn Eva , 2.9.2008 kl. 21:50

5 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Já þetta voru ekki góðar fréttir... og svo sannalega á skólinn að láta þig vita.. ég held meira að segja að þeim bari skilda til þess... Börnin okkar eru á ábyrð skólan á meðann þau eru þar þannig að þetta er borðliggjandi mistök hjá þeim... sem verður að bæta úr... EN svo littla lúsin er með mislingana... ég ætti kannski að bjóða henni hingað því minn er ekki búinn að fá þá... hehehe.. nei annas ekki við höfum nág með "gæludýrið" sýkilinn í höfðinu... en ég sendi þér baráttu kveðju og vonandi nær þetta að gróa vel... Heitir sérfræðingurinn nokkuð Bjarki sem skoðar hana.. bara forvitni ef svo er þá er hann góður bæklunarlæknir.. þekki smá til... en Blogg knús og hlýr hugur til ykkar...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 3.9.2008 kl. 02:57

6 Smámynd: Erna Sif Gunnarsdóttir

Takk fyrir öll kommendin

En nei Magga hann heitir Ólafur Ingimarsson var bara mjög finn.Ja með þessa Mislinga þá helt eg bara að öll börn væru bara laus við þetta i dag

Erna Sif Gunnarsdóttir, 3.9.2008 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband