24.5.2011 | 12:56
Vika 4
Jæja vika 4 byrjuð!
Mér liður rosalega vel og hef miklu meiri orku i allt saman heldur en áður.Ég er farin að ná miklum tökum á hollum mat,en á rosalega erfitt með millibitan.Þessa dagana finnst ég bara vera borðandi og i ræktinni :) Ég mælti mig á lau sl og er búin að missa 11,5cm geri mer nú enga grein á þvi hvort það sé mikið eða lítið hehe....En þessi 11,5cm fá ekki að koma aftur!
Ég kemst litið i ræktina i þessari viku,en ég kom mér upp plani svona dagana sem ég kemst ekki i ræktina:)Ég borða hafragrautinn minn fer svo út að ganga rösklega með börnin,tek svo lóðirnar minar og geri allskonar lóðaæfingar 3X12 i hverri stöðu geri svo fóta og rassæfingar 3x12 pluss nottlega maga æfingar og armbeyjur.....Það sem mér finnst skemmtilegast við þetta er að bornin eru farin að borða hollar og þeim finnst æði að gera æfingar með múttu sinni....
Ég og maðurinn minn vorum að skoða myndir af mér sem teknar voru i Januar 2011,ég fékk pinu sjokk þegar ég sá þær og skammaðist min bara pinu,en sama tima lika rosalega stolt af mér!Munurinn var alveg svakalegur þótt ég seigi sjálf frá sko...Þetta var sko mikið boost til að halda áfram og er ég ekkii hætt og ætla mér að halda áfram! Ég byrjaði að taka til i mataræðinu og vigta matinn i Febrúar,ég byrjaði strax að finna muninn.Nú er ég búin að vera brenna og lyfta i næstum 4 vikur og strax farin að sjá árangur
Ég setti saman myndir sem tekin var i Januar 2011 og 21Mai 2011..Langar að deila henni með ykkur
http://www.flickr.com/photos/63263213@N02/5754281161/lightbox/Vonandi kemur linkurinn...Allaveg Goða viku allir :)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.